Eimreiðin - 01.01.1946, Side 80
60
GISTING
EIMREIÐIN
sér. Hinsvegar gerði frúin enga tilraun til að lireyfa sig fyrst
í stað.
Bæjardyrnar voru lokaðar, engin andlit í gluggunum. Grár
hundur liafði komið þjótandi frá liúsabaki og gellt að bílnum
á meðan hann var að renna í lilaðið. Nú stóð seppi þegjandi og
aðgætinn í nokkurri fjarlægð.
Hamarsliögg lieyrðust greinilega utan undan bænum úr þeirri
átt, sem rakkinn hafði komið úr.
Halldór lagði eyrun við höggunum.
—• Kannske að Jóliann sé í smiðju? — sagði liann og gekk á
liljóðið.
Smiðjukofi með sótugu timburþili stóð rétt utan og ofan við
bæinn. Innum dyrnar sást bálið í aflinum, og glytti í mann í
bláum vinnufötum, sem stóð og hamraði skeifu.
Halldór Pétursson fyllti með þriflegum búknum upp í smiðju-
dyrnar og teygði liöfuðið innar.
— Góða kvöldið — kallaði hann glaðlega, þegar hann Jiafði
áttað sig til fulls á því, að það var húsbóndinn sjálfur, skóla-
bróðir lians, sem stóð í smiðjunni.
Maðurinn við steðjann Jeit liægt upp. Rólegur svipur lians gaf
ekki til kynna neina undrun yfir ávarpinu, en hann var drykk-
langa stund að átta sig á komumanni. Svo svaraði liann lilýlega:
— Nei, komdu nú sæll.
Jóliann stakk hálfsmíðaðri skeifunni í vatnsfötu, sem stóð við
fætur lians, strauk liægri hendinni yfir buxnaskálmina, og rétti
liana síðan í áttina til ferðalangsins.
Þeir lieilsuðust aftur, og Jóhann kom út úr smiðjunni, gaf
eldinum fyrst eins og ósjálfrátt gætur, en liorfði síðan í spurn
til Halldórs.
Halldór Pétursson leit líka á hann.
Jóhann var vel meðalmaður á vöxt, skolliærður, en ljós í kinn-
um, fremur langnefjaður, með stór, grá augu, en rauðjarpt efri-
varar skegg, svipurinn festulegur og rólyndislegur, málrómurimi
djúpur.
Halldór Pétursson talaði liratt og glaðlega.
— Ég er með konuna og ætla að biðja þig að lofa okkur að
vera í nótt. Mig Jangaði til að sjá þig og gista Jijá þér einu sinni.