Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1946, Síða 93

Eimreiðin - 01.01.1946, Síða 93
eimreiðin LEIKLISTIN 73 söngurinn í Skálholtskirkju, var í rauninni óþarft, en það hefði leiðbeinandi líka að skaðlausu mátt sjá. Mætavel var farið með hlutverk hinna stórbrotnu persóna. Þor- steinn Ö. Stephensen og Regína Þórðardóttir léku feðginin, Brynj- °lf biskup og Ragnheiði. Bæði höfðu þau kynnst ágætum dönsk- um leikurum í þessum hlutverk- um, er þau voru saman í leik- skóla í Höfn, en þá var einmitt fyrri gerð leiksins sýnd á Kon- unglega leikhúsinu. Ekki mátti samt merkja það í neinu, að þau tækju þessa leikara sér til fyrir- myndar. Þau lögðu persónulegan skilning í hlutverkin og gáfu, hvort á sína vísu, þjóðlegar og heilsteyptar mannlýsingar. Regína kom út úr eldrauninni heilsteypt- ari sem listakona en hún hefur uokkru sinni áður verið. Sammála Þorsteini í skilningi á höfuðklerk °S andlegum höfðingja 17. aldar harf maður hreint ekki að vera og getur þó borið lotning fyrir afreki leikarans, enda sagt, að það hefði hent góða menn, sem ekki áttuðu S1& á því, að Þorsteinn var alls ekki að sýna neina sögulega per- sonu, heldur sinn Brynjólf biskup Sveinsson — kannske einmitt hinn ema rétta og sögulega sanna. Hver Veit það? Gleðilegur vottur um vöxt og trif leiklistarinnar er það, að unga fólkið lætur nú töluvert til sín taka í leiklistarmálunum. Það sýnir trú þess á listinni, að það flykkist utan til náms, þó enn sé allt í óvissu um afkomu leikara hér á landi, og það myndar ný samtök til að koma góðum sjón- leikjum á leiksviðið. Leikfélag Hafnarfjarðar er ungt félag, það verður 10 ára í vor, en starfsemi þess er borin uppi af ungu og áhugasömu fólki. I vetur sýndi fé- lagið Tengdapabba eftir Gustav af Geijerstam og hafði fengið til leikstjórnar Jón Aðils leikara, sem einnig lék gamansamt hlutverk Pumpendals gamla. Sýningin tókst yfirhöfuð mjög vel og færði félagið skrefi nær listrænu marki. Mjög svipað er að segja um sýn- ingu Leikfélags templara á Tengdamömmu eftir Kristínu Sig- fúsdóttur. Sýningin var með lát- lausum og viðfelldnum blæ og hef- ur áreiðanlega skilað leikendum notadrjúgri reynslu upp á fram- tíðina. Soffía Guðlaugsdóttir var leikstjóri, og lék hún sjálf með ágætum aðalhlutverkið í leiknum. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma gefst reykvískum áhorfend- um hér eftir kostur á því að sjá sjónleiki í þremur leikhúsum, því hvorki er það meira ómak né kostnaðarsamara að sækja leiki í Hafnarfirði en í öðruhvoru leik- húsi bæjarins. Menntaskólaleikurinn er eigin- lega alveg kafli út af fyrir sig. Þar hefur á undanförnum árum komið fram í Ijósið nýgræðingur, sem haft hefur hina mestu þýð- ingu fyrir leiksviðið. Ýmsir ágæt- ir leikendur hafa fyrr og síðar leikið í fyrsta skipti í skólanum, svo sýningar nemenda eru af þeim sökum allrar athygli verðar. Að þessu sinni léku nemendur gam- anleik, Enarus Montanus, sem er staðfærð þýðing á gamanleiknum Erasmus Montanus eftir Holberg. L. S.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.