Eimreiðin - 01.01.1946, Síða 100
80
RITSJÁ
iiIMREIÐIN
er „Forntida giirdar i Island“. Þar
er lýst rannsóknum norrænna forn-
fræðinga í Þjórsárdal og Borgarfirði
1939. Þær rannsóknir leiddu ýinisiegt
nýtt og markvcrt í ljós um húsa-
skipun og byggðarhætti og um mann-
fræði. Bókin er myndarleg og mjög
fróðleg og ritgerðir læsilegar, Jiótt
þær séu um nokkuð erfið efni, og
ætti að gera nánari grein fyrir þeim
á íslenzku en gert liefur verið.
Enginn erlendur maður, sem liér
hefur verið og lagt stund á íslenzk
fræði, liefur liaft hér eins mikil áhrif
og tekið sjálfur eins rniklu ástfóstri
við Island og Rasinus Rask. Louis
Hjelmslev hefur nú nýverið gefið
út hréf Rasks og hréf til hans í vand-
aðri og snyrtilegri útgáfu (Breve jra
og til Rasmus Rask I—II, Munks-
gaard 1941). Þarna eru ýms bréf til
Islendinga og frá þeim. Þau sýna frjó-
samt og skenuntilegt vináttu- og
fræðasamhand manna, sem áttu söinu
áhugamál. Þau sýna lifandi áhuga
hæði á merkilegum og ómerkilegum
viðfangsefnum og ást á vísindum. Og
stundum bergmála þau persónulegan
urg og ónot. Raslc var ekki einungis
sprenglærður og fjölfróður maður.
Hann var einnig skemmtilegur mað-
ur, fullur af lífi og krafti og víðsýni,
þrátt fyrir alla erfiðleika.
Eg hef ekki, þegar þetta er skrif-
að, séð ýmsar af þeim hókurn, sem
síðast liafa komið út um þjóðleg
fræði og önnur, enda á þetta ekki
að vera „tæmandi“ yfirlit. En þetta
sem nefnt er, sýnir fjör og frjósenii
í bókaútgáfu og fræðastarfi.
V. Þ. G.