Eimreiðin - 01.01.1947, Qupperneq 46
26
VESTUR-ÍSLENZK SKÁLDKONA
eimreiðiR
ir“, „I ljósaskiftunum“, „Traustir máttarviðir“, (þar sem minU'
ingar gömlu konunnar benda til æsku Guðrúnar), „Salt jarðar
og „Sárfættir menn“.
Hér má rétt aðeins drepa á annars konar umgerð sagnanna, þa>
sem atvikin skapa og gefa sögunni sérkennilegan blæ og stundum
symbólska dýpt. Af því tæi er músíkin í „Rödd hrópandans“ og „A$
leikslokum“, hin óvenjulega þoka á götum Winnipegborgar, seiH
minnir gömlu konuna eigi aðeins á austfirzku þokuna, beldur
líka á þokuna í liuga liennar. Hún bæði vill og kemst þó „úr
þokunni“. Hér má líka nefna hátíðisdagana: jólin, nýjársnóttina,
sumardaginn fyrsta, jarðarför góðs vinar í „Salt jarðar“, o. fl-i
en eigi skal farið lengra út í það.
Það, sem liér hefur verið til fært um tækni Guðrúnar, bendir
á dálitla þróun í sagnagerð hennar. Hún skrifar liinar fyrri sögur
sínar alveg eins og hún mundi liafa sagt þær í kunningjalióp, 1
sínum eigin stíl með liugleiðingum og atliugasemdum frá eigi11
brjósti. Og hún gleymir ekki að segja frá því, hvernig hún hevrði
söguna. Síðar sleppir liún þessu atriði, sleppir sagnakonuniU
sem umgerð og millilið, án þess þó að taka upp annan sögustíÞ
stíll liennar er alltaf huglægur og slær á liann minningabl*’
gæti það komið af því, live seint hún hóf að rita.
En þessi stíll fer lienni mjög vel, því liann leyfir hinum sér-
kennilega og sterka persónuleik hennar að njóta sín til fulls-
Og hér er ekki í kot vísað. Guðrún sver sig í ætt til íslenzkra
fornkvenna um skörungsskap og reisn. Drengskapur og ást 11
karlmennsku, speki og kvenleg mildi skín lit úr öllu því, seiu
Guðrún hefur skrifað. Þessi einkenni voru og skýrt mörkuð J
svip hennar, og hafði listamaður sá, er dró af lienni pastelmynd
á yngri árum, náð þeim til mikillar hlítar.
Þessa dfengilegu mvnd af Guðrúnu munu sögur liennar ekki
láta falla í gleymsku, meðan nokkur kann að lesa íslenzkt mál-
Gamlair stökur.
Um HornafjörS.
Hornafjörður liefur þann prís,
lielzt yfir sveitir allar,
mörgum er þar máltíð vís,
þá niiðjum vetri Iiallar.
(Lhs. 1420, 8vo.).
Kvenlýsing.
Úteygð, túteygð er að sjá,
oteygð, voteygð líka,
flaseygð, glaseygð faldagná,
flenneygð, glenneygð píka.