Eimreiðin - 01.07.1949, Blaðsíða 78
EIMREIÐIN
Leiklis±in.
Leikfélag Reykjavíkur á vegamótum.
Sex í bíl og Sumargestir.
Svlfur að hausti.
Eftir fimmtíu og tveggja ára
starfsferil stendur Leikfélag
Reykjavíkur nú á vegamótum.
Þess er að minnast, að félagið
var stofnað af áhugamönnum um
leiklist og það hefur verið félag
áhugamanna allt til þessa. í raun
réttri var félagið stofnað upp úr
tveimur félögum viðvaningsleik-
enda í þessum bæ, þeirra, sem
léku í Góðtemplarahúsinu, og
þeirra, sem léku í leikhúsi Breið-
fjörðs. Iðnaðarmenn gerðust odda-
menn félagabrotanna og héldu
hinu nýja félagi að leigu í Iðn-
aðarmannahúsinu nýreistu, en þar
hefur félagið starfað fram á þenn-
an dag. Stefnubreytingar hafa orð-
ið í félaginu, en engin svo rót-
tæk, að hún hafi raskað starfs-
grundvellinum, sem lagður var af
áhugamönnum innan eðlilegra
takmarka áhugamannastarfs, en
ekki atvinnu. Atvinnumenn, leik-
arar eða aðrir starfsmenn, sem
komu í félagið og höfðu aðalat-
vinnu sína þar, stilltu kröfum sín-
um í hóf, beygðu sig fyrir félags-
aga, siðvenjum og ríkjandi stefnu
félagsins. Annað mál er það, að
hin síðari árin hafði félagið ekki
nægileg verkefni fyrir alla starfs-
krafta sína, og leituðu þá ýmsir
leikendur þess út fyrir véböndin,
stofnuðu til leiksýninga eins og
þeir félagar í „Fjalakettinum" og
„Bláu stjörnunni" eða störfuðu
með leikfélögum í nágrenninu,
einkum Hafnarfirði. En öllu hinu
fjölskrúðuga leiklistarstarfi, sem
átti rót sína að rekja til Leik-
félags Reykjavíkur, var það sam-
eiginlegt, að það var unnið í anda
og á starfsgrundvelli áhugamanna.
Nú stendur Leikfélagið hins veg-
ar gagnvart þeirri staðreynd, að
ríkisvaldið hefur tekið að sér
rekstur atvinnumanna-leikhúss í
höfuðstaðnum. Leikendur félags-
ins eiga um það að velja að ger-
ast atvinnu-leikendur upp á þau
kjör, sem Þjóðleikhúsið getur boð-
ið, eða halda áfram áhugamanna-
starfi sínu við stórum lakari að-
stæður en áður, þar eð varla verð-
ur í Þjóðleikhúsið að venda með
æfingar, skrifstofu-húsnæði,
geymslur fyrir búninga og tjöld
og verkstæði fyrir málara og
smiði, eins og verið hefur, meðan
húsið var í smíðum. Naumlega
verður hjá því komizt, að félagið
dragi verulega saman seglin, nema
stórtækar breytingar verði gerðar