Eimreiðin - 01.07.1949, Blaðsíða 44
196
ÍSLAND OG GRÆNLAND
EIMREIÐIN
eiga að sækjast við búakvið sem atburðir innan lands. Grænland
allt lá innan þessarar íslenzku landlielgi.
Þeir Snæbjörn galti og Hrólfur rauðsenzki fundu Grænland um
980 og ætluðu að nema þar land. Þeir lentu líklega við Öllum-
lengri (Scoresbysund) eða þar nálægt. Fyrsti fundur veitti þá
og um margar ablir eftir það fullan eignar- og yfirráðarétt yfir
hinu nýfundna landi.
Sumarið 986 var Grænland numið af skipulagsbundnum alís-
lenzkum landnámsflota. Við slíkt nám íslenzkra þegna einvörð-
ungu, er fóru með alla þætti íslenzks þjóðfélagsvalds, varð Græn-
land ómótmælanlega og mótmælalaust íslenzk nýlenda undir ís-
lenzku þjóðfélagsvaldi.
Þessir íslenzku þegnar og afkomendur þeirra fóru með íslenzkt
þjóðfélagsvald yfir Grænlandi alla tíma úr því og byggja Græn-
land enn.
Stjórnlagalega séð er nám Grænlands og íslands algerlega ósam-
bærilegt. ísland var aðallega numið af sekum og þjóðfélagslaus-
um mönnum. En þeir, sem svo var ekki ástatt um, áttu þegn-
rétt í einliverju af miklum sæg fullvalda þjóðfélaga á Bret-
landseyjum og Kjalarskaganum, svo Islendingar gátu ekki talið
sig til nokkurs eldra þjóðfélags. — Fyrsti vísir til stofnunar norska
þjóðfélagsins, Landsréttur Ólafs digra, varð ekki til fyrr en um
100 árum eftir stofnun bins íslenzka þjóðfélags, 927—’30.
Grágás sýnir Grænland sem nýlendu Islands undir öllum þátt-
um íslenzks þjóðfélagsvalds. Sérkenni norrænnar nýlendu var
það, að liún liafði enga þingskyldu til lögþings móðurlandsins,
en laut lögum þess og löggjöf. Æðsta dómþing nýlendunnar var
í henni sjálfri. En dómar dæmdir í nýlendunni og höfuðlandinu
giltu gagnliliða um allt þjóðfélagið.
Sjálfur Lyschander, sagnaritari Danakonungs, segir, að eftir
lögtöku Jónsbókar á Islandi 1281, liafi hún verið send til Græn-
lands og birt þar. Sama segir liann raunar óbeint um Járnsíðu.
Islenzkir annálar segja og frá sendingu beggja þessara lögbóka
til Grænlands. Allar réttarminjar, sem til eru frá Grænlandi eftir
1280, eru úr Jónsbók, Kristinrétti Árna biskups eða úr yngri ís-
lenzkum lögum. Gildi liins íslenzka lagakerfis á Grænlandi eftir
1280 verður því ekki efað. En fyrir 1280 eru allar réttarminjar,
er þekkjast frá Grænlandi, úr Grágás.