Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Blaðsíða 84

Eimreiðin - 01.07.1949, Blaðsíða 84
236 RITSJÁ EIMREIÐIN vissulega var hann „eins og barn með blóm í fangi“, þegar bann kom me3 ljóð'in sín. Lotning lians gagnvart skáldgyðjunni var djúp. Af ölluni þeitn fjölda ljóðsmiða, þekktra og óþekktra, sem komið liafa með kvæði sín til Eimreiðarinnar í þau 26 ár, sent ég hef liaft ritstjórn liennar á hendi, finnst mér Örn auðmjúkastur, strangastur í dómum um ljóð sín og ófúsastur á að láta þau konta fyrir almenningssjónir. Ég gæti að vísu nefnt nokkra, sent voru eins lotning- arfullir gagnvart óðlistinni, svo sem Einar Benediktsson og Jón Magnús- son, og var þó Einar á liátindi skáld- frægðar sinnar, er ég kynntist honuin. En bjá engu skáldi, sem ég man, hef- ur mér virzt kenna jafn rótgróinnar óbeitar á að kasta kvæðurn sínum út á torgin eins og hjá Erni Arnar- syni. Og þráði hann þó viðurkenn- ingu verka sinna, eins og aðrir dauð- legir rnenn. Þegar hann kom með kvæðið „Stjáni blái“, sem birtist í Eimreiðinni baustið 1935, var bann fjarri því að vera áfram um að koma því á prent, kvað enn mega bæta það og laga. Þó varð úr, að það birtist óbreytt, eins og liann kom með það. Og mér er nær að lialda, að bann befði ekki bætt sig á því kvæði, þó að hann hefði geymt það lengur óbirt. Við þessi kynni mín af Erni Arn- arsyni eða Magnúsi Stefánssyni, sem var lians rétta nafn, kemur vel lieim lýsing Bjarna Aðalbjarnarsonar á lynd- iseinkunn lians, í æviágripi aftan við ljóðin, sem Bjarni ritaði uiii skáldið, en ritgerð þessi er birt með 2. útg. ljóðanna og aftur hér. Sama er að segja um lýsingu Magnúsar Jónsson- ar, um skeið ritstjóra „Víðis“ í Vest- mannaeyjuin, sem sjálfur var hag- yrðingur góður og birti stundum eftir sig kvæði undir dulnefninu Hallfreð- ur. Magnús lýsti eitt sinn fyrir mér ljóðadundi þeirra nafnanna, meðan þeir unnu saman, og sagðist aldrei bafa kynnzt dulari manni á ljóðagcrð sína en Erni. Höfðu þeir sér til hug- aryndis að yrkja lausavísur, en ekkt fékk Magnús að nema nema fátt þeirra, er Örn orti. Hann vakti yfir vísum sínum eins og móðir yfir barni sínu og leyfði þeim ekki að fara a kreik til ókunnugra. Ég lield, að ég liafi verið sá eini þá um skeið, sem fékk að lieyra fáeinar af vísum Arn- ar, sagði þessi vinur hans. Annað, sem gæti skýrt hvers vegna Örn Arnarson nefndi kvæðabók sína Illgresi, eru ádeilur hans og bituryrt háðkvæði, sem mikið bar á í 1. útg- ljóðanna. Hann vildi rífa illgresið i mannlífinu upp með rótum og sveiö þá stundum undan, því hann gat ver- ið bæði tannhvass og meinyrtur. En vísvitandi mun hann þó ekki hafs viljað gera nokkrum manni mein. Ádeiluljóðin eru í meiri hluta meðal elztu kvæða hans. Síðar varð hann mildari gagnvart samtíð sinni. Magnús Stefánsson var kominn af góðum austfirzkum bændaættum 1 bæði kyn. Stefán Árnason, faðir bans, lióndi á Ekkjufellsseli í Fellum síðar í Kverkártungu á Langanes- striindum, var sonur Árna Guðmuiids- sonar og konu lians, Ragnlieið'ar Magnúsdóttur frá Kirkjubóli í Reyú' arfirði. Séra Einar á Hofi segir um Árna, að liann liafi verið „stór vexti og heljarinenni, en latur mjög“. Hefur líklega verið gefinn fyrir bækur frem- ur en búskap. Foreldrar Árna voru þau Guðmundur bóndi á Hofi í Mjóa- firði Guðmundssonar á Stórabakka og kona hans, Þórdís Gísladóttir Niku- lássonar á Finnsstöðum Gíslasonar lögréttumami8 Nikulássonar á Ranga,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.