Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Side 11

Eimreiðin - 01.07.1949, Side 11
EIMREIÐIN VIÐ ÞJÓÐVEGINN 163 1 því. Fundarboðendur voru nefnd manna úr sýslu- ^efnd Árnessýslu og nokkrir áhugamenn af Suður- landi og úr Reykjavík. Öllum var heimill aðgangur að fundinum, og sóttu hann 106 manns. Ákveðið var 1 fundarbyrjun að binda allar umræður á fundinum Vlð stjórnarskrármálið og tillögur Austfirðinga og Norðlendinga í því og um nýja skipan landsins í fylki, en blanda ekki inn í umræðurnar ágreiningi um önnur ^nannfélagsmál. A fundi þessum voru gerðar eftirfarandi ályktanir: Fundur fulltrúa og áhugamanna, haldinn á Þing- völlum 10.—11. september 1949, lýsir yfir því, að hann telur knýjandi nauðsyn að setja íslenzka lýðveldinu sem fyrst nýja stjórnarskrá og fellst í aðalatriðum á t>ær tillögur í stjórnarskrármálinu, er settar hafa verið fram af Austfirðingum og Norðlendingum. Fundurinn telur sjálfsagt, að stjórnarskráin verði sett á sérstöku, þar til kjörnu stjórnlagaþingi, sem haldið verði á Þingvöllum. Aðalatriði hinnar nýju stjórnarskrár séu þessi: a. Löggjafarvald og framkvæmdarvald skulu að- skilin. Forseti skal vera þjóðkjörinn til fjögurra ára 1 senn. Hann fer með framkvæmdavaldið og myndar rikisstjórn á eigin ábyrgð. Alþingi getur ekki sam- þykkt vantraust á forseta eða ríkisstjórn hans. b. Alþingi skiptist í tvær deildir. Neðri deild skipa bmgmenn kosnir í einmenningskjördæmum með sem Jafnastri kjósendatölu. Efri deild skipa þingmenn kosn- lr af hverju fylkisþingi, og skulu þeir jafnmargir úr hverju fylki og búsettir í kjördæmum sínum. c. Landinu skal skipt í fylki, er ráði sérmálum sín- um. Málefnum fylkis skal stjórnað af fylkisþingi og fylkisstjóra. Sérmál fylkjanna skulu meðal annars vera þessi: Sveitarstjórnar- og framfærslumál, fræðslu-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.