Eimreiðin - 01.01.1952, Page 22
Swez-ólwv'c)
utrmn.
Undanfarið hafa staðið miklar deilur um Suez-skurðinn,
milli Breta og Egypta, og er þeim enganveginn lokið. Skurð-
urinn liggur um flatlenda sandeyðimörk Austur-Egyptalands.
Svo litið ber á honum af landi, að hann sést ekki úr tvö til
þrjú hundruð feta fjarlægð frá skurðbakkanum.
Það eru nú nálega 83 ár síðan skurðurinn var tekinn í
notkun, og nú er hann einhver mikilvægasta samgönguleið
sem til er á hnettinum. Frakkinn Ferdinand de Lesseps,
sem stóð fyrir framkvæmd verksins, bjóst aldrei við að fleiri
en nokkur hundruð skip mundu fara hann árlega, til þess að
komast á milli Evrópu, Afríku og Asíu. En umferðin um
skurðinn hefur orðið miklu meiri en honum datt nokkru sinni
í hug. Árið sem leið fóru 11700 skip um hann, sem fluttu
meir en 72 milljónir tonna af vörum og greiddu um 1280
millj. króna fyrir leyfi til að fara um hann. En það er 6200
skipum og 43 millj. tonna meira en fór um Panamaskurðinn
á sama tíma.
Þegar Egyptar sögðu upp samningnum frá 1936 við Breta
á síðastliðnu ári, varð umhverfi Suez-skurðsins orrustusvæði.
Það er ekki neitt smáatriði að ráða yfir skurðinum og um-
ferðinni þar. Það er 5100 enskum mílum styttri leið á milli
London og Bombay á Indlandi, þegar farið er um Suez-
skurðinn en ef farið er suður fyrir Afríku. Fé það, sem
sparast hefur við olíuflutni'nga um Suez-skurðinn frá Persa-
flóa og Saudi-Arabíu, í stað þess að þurfa að flytja olíuna
suður fyrir Afríku, er meira en öll sú upphæð, sem fór til
að grafa skurðinn.
Skurðurinn var opnaður til afnota 17. nóvember 1869.
Eugénie Frakklandsdrottning fór á lystisnekkju sinni, L’Aigle,
í fararbroddi og opnaði hann. Bretar voru í fyrstu ófúsir á
að styðja Lesseps og fyrirtæki hans. En Disraeli, forsætis-
ráðherra hennar hátignar Victoríu Bretadrottningar, sá fljótt,