Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1956, Side 44

Eimreiðin - 01.01.1956, Side 44
32 EIMREIÐIN „Ég þakka þér . . .“ „Ég á þér meira að þakka,“ greip hann fram í, „en þa^ skilur þú ekki — og er kannske ekki von.“ „Sá, sem saklaus er sakfelldur, hefur lítið að þakka,“ sagð' ég- - _ - „Hver segir, að ég sé saklaus? Það hefur ekkert sannazt i málinu." Og hann sneri sér snögglega frá mér og hljóp fót inn fjöruna, þangað sem óveðrið lék við ófærurönd og brimrótið svarraði neðan tæprar bjarggötu. ☆ Skáldsögur, sem eru með æsingaeitri í sér, draga að sér liugina, hva’ sem þær koma. Þær ná inn í afdalinn, inn í þagnargildið, nærri því ellis og þær ná tökum á hinum, sem eru í þéttbýlinu. Ástleitnu augun hvarfl3 inn í þennan heim sífellt, og er ekki um það að fást. Fjöldi manna °8 kvenna sér inn í þessa deild, þegar „reyfararnir" eru lesnir niðui' 1 kjölinn. Það er létt verk, þar er niður að ganga, og hallar mjög undan fæti á þeim breiða vegi. Sumar þess háttar bækur hafa verið þýddar • einhverja íslenzku og gleyptar með græðgi. En meira er þó lesið á l|t lendum tungum. Vér könnumst við þennan lýð, hvernig hann el framan og á fæti — útlenda skáldsagnamúginn. Þar eru samdráttai ævintýrin snoðlík, upp og niður, og málrómur og hugsunarháttur rm11 á milli liúsgangs og bjargálna. Mennirnir á biðulsbuxunum eru sffe^| á báðum áttum, sveima á hunangsfluguhátt kringum ástmeyjarnar ljósaskiptunum, úrslitaragir og niðurstöðulausir. En meyjarnar búa 1 hálfa spékoppa úr uppgefnum brosum og líta út undan sér á ba®a bóga. „Tiplatiplið" á blaðsíðum þessara útlendu skáldsagna er sV° gagnslaust, að hvergi tekur hreint úr spori á þessum vegum kveldgöng11 lífsins. Guðmundur Friðjónsson i Uppsprettulindum 1921■

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.