Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1956, Side 50

Eimreiðin - 01.01.1956, Side 50
38 EIMREIÐIN II. Framan úr huldu bernskunnar og frá fyrri hluta æskuar- anna er mér það sérstaklega minnisstætt, hve oft var gott veð- ur, — á öllum árstíðum. Eg man eftir volgri sunnangolu 1 glaðasólskini eða brennandi hita, er ég lá innan um fögu1 blómin í hlaðvarpanum og brekkunni neðan við bæinn, bald- ursbrár, fífla og sóleyjar. Ilmurinn angaði af grasinu °8 blómunum, flugur suðuðu og fuglar sungu. Það var suniat- — Eða þá skínandi bjart tungl á alheiðum himni, þar sem stjarna blikaði við stjörnu, stórar og smáar, rauðar, graenar, bláar, gular, livítar stjörnur. Brakandi frost og logn, silfn1' hvítar fannir, glampandi svell. — Eða þá himinn, logandi 1 marglitum norðurljósum. Unaðslegir dagar. — Og það sem bezt var: Tíminn svo langur, hvert sumar, hvert haust, hvet vetur, hvert vor eins og mörg ár síðar, eftir að hjól Iífsms hafði náð fullum hraða. — Lífið gekk svo hægt á þeim ar- um, að nægur tími var til þess að festa það vel í minni, el fyrir augu og eyru bar, eftir því senr t’itið og athyglisgáfan gaf hæfileika til þess að sjá, heyra og nenra. Enginn asi vat á neinu, lreil vika var langur tími. — Allar vegalengdir voru þá líka langar. Til næsta lræjar var langt, í nrínum skilningi- jafnvel niður í Nes var nrjög langt. Ein míla vegar var óra- vegur. — Og þegar ég sá sjóinn í fyrsta sinni, af Hamraheið- inni, með Drangey, Málnrey og Þórðarhöfða eins og fljótandi undralönd í blárri móðu fjarlægðarinnar, |rá fannst mér þal hlyti heimurinn að enda, — lengra gæti ekki verið til. — f-n þegar pabbi sagði mér, að þetta allt væri lrér rétt hjá okkur, í samanburði við stærð jarðarinnar, þá ofbauð mér, og eg gat ekki um annað hugsað marga daga. — Ég var alltaf að spyrja pabba um það, hvað stór jörðin væri, ég fékk að vísu góð og greið svör, en ekki fullnægjandi mínum takmarkaða skilningi. — Loks spurði ég Gvend vinnumann að því. Spurðu pabba þinn að því sagði hann. — Veizt þú það ekki? sputði ég. — Hún nær víst út í hafsauga, sagði Gvendur og fór að raula vísu, sem endaði þannig: „Sóleyjar fölna, þú sjálfur eij leir.“ — Leir, sagði ég, er ég leir? — Allt hold er leir, sagð1 Gvendur. Af hverju? sagði ég. — Þú ert svoddan blessað barn, Steini minn, en þú skilur það nógu fljótt, þótt þú sért ekki

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.