Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1956, Side 52

Eimreiðin - 01.01.1956, Side 52
40 EIMREIÐIN skellihló Friðrik. Ég sá, að ég hafði sagt einhverja vitleysu og varð skömmustulegur. Friðrik klappaði mér á kinnina. " Finnst þér lík augun í okkur Skjöldu? sagði hann. — Nei» nei, sagði ég. Augun í henni Skjöldu er svo miklu stærri og ljótari. Hefur nú nokkurn tíma séð liafsaugað? — Engioo maður hefur séð það, sagði hann. Hann Gvendur hefur vist séð það, því hann segir, að heimurinn endi út í hafsauga. " Það er bara vitleysa, sagði Friðrik og hélt af stað heimleiðis frá húsunum. Á leiðinni heim sagði ég honum frá bændaghm' unni rniklu í Leiru suður, þar sem Gvendur lagði þá tuttugu. Austanvérana. — Miklir menn erum við Hrólfur minn, sagð1 Friðrik, — en þú skalt samt engum segja þá sögu nema met; — Ég skildi ekkert í því, að hann kallaði mig Hrólf og ætlað1 að spyrja hann um það, en í því kom pabbi út, og þeir f°rU að tala saman. En ég fór inn og leitaði að mönimu til þess að fá lausn á ýmsum mikilsverðum vandamálum. — En svo man ég líka eftir stórhríðum, er stóðu yfir dægr11111 saman, látlaust. Þær bauluðu á þekjunum, og í gamla bænum varð stöðugt að vera að taka af gluggunum, því fönnin skefld1 á þá, svo dimmt varð inni um hádaginn. Þykkt lag af hélu vai á hverri rúðu, og frammi í bæjardyrum og göngum mynduð- ust frostkúlur á moldargólfunum, en rjáfur og veggir gran- uðu af hélu. Ekki man ég til jress, að mér væri kalt, en konu1 sátu með prjónuð sjöl um herðar við tóvinnu í baðstofunni- Ég man eftir því, að fólk talaði um kulda og mikið kaffi val drukkið og mikið etið. Á heimili foreldra minna skorti aldre1 mat né klæði. En í æsku heyrði ég þó talað um bjargarskoA og klæðleysi á sumum heimilum, þótt um verulegt hungni hafi ekki verið að ræða Jiar um sveitir um þær mundir. Þegar hafísinn lá landfastur fram á sumar, vantaði víða kaffi, sykm og fleiri vörur, en efnaðri heimilin miðluðu mat og öðru tU hinna fátækari, svo allt komst af vandræðalaust. — Þetta var a síðasta tug hinnar nítjándu aldar. Fyrir ofan túnið heima tóku við há og hrikaleg hamrafjölk er náðu allt upp í hálft fjórða þúsund fet yfir sjó, en halli var fremur lítill frá sjó fram að bænum, þótt alllangt væri, eða þingmannaleið eftir gömlu máli. Hvessti oft ógurlega af þeS*' um fjöllum, rak í bylji, en logn, eða því sem næst, á miU1-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar: 1. Hefti (01.01.1956)
https://timarit.is/issue/312432

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. Hefti (01.01.1956)

Handlinger: