Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1956, Page 66

Eimreiðin - 01.01.1956, Page 66
54 EIMREIÐIN hans er ekki erfitt — og það er frábærlega fagurt, enda rnál- lýzka Þelamerkur þar uppistaðan. Sænskir bókmenntafrönt- uðir hvetja landa sína til að lesa bækur Vesaas á norsku, seg];l þær glata nokkru af töfrum sínum í þýðingu, og ég vil 1 ey 1a mér að fullyrða, að þær muni ekki reynast íslendingunt t°r' veldar, ef þeir ráðast í að lesa þær án þess að ímynda sér fyr11 lram, að þeim muni veitast það mjög erfitt. 4. Hver er hann svo, sá boðskapur, sem Tarjei Vesaas flyt111 lesendum sínum? Skáldið og bókmenntafræðingurinn Ragn' vald Skrede, sem skrifað hefur bók um Vesaas, gerir þannig grein fyrir kjarnanum í skáldskap hans: „Sérhver maður ber eftir sinni getu ábyrgð á örlögum ann- arra manna. Allir eiga að gera sitt til að styðja þá, sem yngrl eru eða veilli, hjálpa þeim til að verða virkir þátttakendur 1 meira og minna árstíðabundnu stríði liins lifanda lífs, taka þátt í baráttu gegn hinu illa, þar sent þörfin er brýnust. J fám orðum sagt er boðskapur skáldsins þessi: Dragðu þig e í hlé. Og þessi skylda til að þjóna lífinu, er svo rík, að sum11 verða að fórna sjálfum sér. . . .“ Vesaas stígur aldrei í ræðustólinn og boðar mönnum fagn' aðarerindi kristindómsins, en kjarninn í mörgum af skáld' verkum hans, allt frá fyrstu bókinni, Menneskebonn, er 1 fyllsta samræmi við grundvallaratriði kristinnar trúar. d dæmis má benda á þann ljóma, sem Vesaas varpar yfir þá, el fórna sjálfum sér til að bjarga öðrum. Og víða í bókum hans kemur fram virðing og jafnvel einlægur hlýhugur í gal® þeirra, sem eiga sér trúarleg viðhorf gagnvart tilverunni, °8 nægir þar að benda á kaflann um prestinn í Huset i mörkn'I- Annars verður þess víða vart í bókum Vesaas, að hann btm þannig á, að menn eigi ekki að flíka hugsunum sínum tun guð, en Vesaas er liins vegar ekki á því, að menn eigi a þegja um það, hvað bezt dugi til að greiða þeim þann veg, sern þeim beri að ganga. Og að hans dómi er það einkum þrennt- Þráin, ástin og liðveizla meðbræðranna. Hann segir í ljóði, að þrá mannsins kunni að dvína og gleymast, en ef svo fari, þa verði það ekki fyrr en steinarnir taki að hreyfast og snúa þvl

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.