Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1956, Page 90

Eimreiðin - 01.01.1956, Page 90
Til lesendaitita Eins og skýrt var frá í síðasta hefti Eimreiðarinnar hafa orðið eigendaskipti að henni, þar eð Félag íslenzkra rithöfnnda gerðist eigandi hennar um næstliðin áramót. Það varð að ráði, þegar umræður hófust í Félagi íslenzkra rit- höfunda snemma á árinu 1955 um að leita þess við þáverandi eiganda Eimreiðarinnar og ritstjóra, hr. Svein Sigurðsson, að festa kaup á ritinu, að heppilegast yrði þannig fyrir þeim málum séð, ef kaup tækjust, að um útgáfu þessa yrði stofnað meðal meðlima rithöfundafélagsins hlutafélag, er síðan gengi inn í kaupin. Þeg' ar sýnt varð, að kaup gætu tekizt, var stofnað hlutafélagið Eimreiðin h.i., og var hlutverk þess tiltekið í lögum félagsins að kaupa Eimreiðina og sjá um rekstur hennar og útgáfu. AH*1 stofnendur voru félagar í Félagi íslenzkra rithöfunda. Auk þess átti félagið sjálft hlut í fyrirtækinu. Stjórn félagsins skipa: Jakob Thorarensen, Sigurjón Jónsson og Helgi Sæmundsson, en varameðstjórnandi er Indriði Indriða- son. Stjórnin réði ritstjóra, ritnefnd og afgreiðslumann. Gnð mundur Gíslason Hagalín var ráðinn ritstjóri, en í ritnefnd P°J' steinn Jónsson rithöfundur og Helgi Sæmundsson ritstjóri. Af' greiðslumaður var ráðinn Indriði Indriðason. Sökurn síhækkandi verðlags og aukins kostnaðar við útgálú ritsins vegna eigendaskipta varð ekki hjá því komizt að hækka verð þess. Kostar nú árgangurinn 65 krónur. Nokkuð er til af eldri árgöngum Eimreiðarinnar, allt frá 1918, en þó eru upp' seld stök hefti úr sumum árgöngum. Síðasti 31 árgangur >'lts' ins fæst í heilu lagi (frá og með 1925), svo og stakir árgang31 • Utanáskrift afgreiðslumanns er: Stórholt 17, pósthólf 272. Stjórn félagsins og ritstjórn eru einhuga og sammála uro, að það viðhorf skuli mestu ráða um efni ritsins og innihald, sel11 mótaði stelnu þess í upphafi. Eimreiðin vill vera enn sem f)’rl vettvangur fagurfræðilegra bókmennta samtíðarinnar. í henni

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.