Eimreiðin - 01.05.1964, Blaðsíða 28
r
Jón Olafsson og Alaska
Enginn, sem nokknð þekkir til íslenzku frumherjanna hér í álfu
getur borið þeim á brýn að þeir hafi ekki borið rækt til ættlands
síns. Útflutningur þeirra frá íslandi, sem liófst fyrir alvöru 1870,
var neyðarúrræði. Mörg undanfarandi ár höfðu verið harðærisár
á íslandi vegna óblíðrar veðráttu, hafísa og eldgosa, þar að auki
höfðu Danir neitað öllum kröfum íslendinga um aukin stjórnar-
farsleg og fjárhagsleg réttindi. Fátækt alþýðufólksins var ægileg-
Menn örvæntu urn framtíð barna sinna í landinu. Sennilega hefðu
margir fleiri flutt vestur ef þeir hefðu haft efni eða kjark til þess.
Flestir íslenzku landnemanna söknuðu íslands alla tíð og þeint
fannst lífspursmál að halda við tungu sinni og þjóðerni í lengstu
lög í sínu nýja landi, til þess urðu þeir að halda hópinn sem bezt.
hess vegna var þeim það mikið áhugamál að finna nægilega stórt
landssvæði til að geta myndað nýlendu út af fyrir sig og geta tekið
þar á móti öðrum, sem síðar kæmu.
En hvert átti að fara?
Nýlendusvæðið varð lielzt að vera við sjávarsíðu, vera frjósantara
en á íslandi, nægilega skógivaxið til húsagerðar og eldsneytis, lofts-
lag líkt og á íslandi en þó mildara, en fyrst og seinast að það yrði
fyrir íslendinga eingöngu, þar sem þeir sjálfir gætu ráðið lofurn og
lögum — nýtt ísland í nýrri heimsálfu.
Landskoðunarmenn íslendinga fóru víða, til Ontario, Wiscon-
sin, Nebraska og fleiri staða. Um þessar mundir var Jóni Ólafssym
bent á Alaska, sem Bandaríkjastjórn liafði keypt af Rússakeisara,
1867, fyrir 7.200.000 dollara.
Jón Ólafsson (1850—1916) var þegar orðinn frægur rnaður nieð-
al landa sinna fyrir afskipti sín af íslenzkum stjórnmálum, þeg-"11'
hann kom vestur 1873 þá aðeins 23 ára að aldri.
Hann var fæddur á Kolfreyjustað, sonur Ólafs Indriðasonar prests
og seinni konu hans Þorbjargar og var hálfbróðir Páls Ólafssonar
skálds. Þegar faðir hans dó fluttist hann til Reykjavíkur með nióð-
ur sinni.