Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Blaðsíða 28

Eimreiðin - 01.05.1964, Blaðsíða 28
r Jón Olafsson og Alaska Enginn, sem nokknð þekkir til íslenzku frumherjanna hér í álfu getur borið þeim á brýn að þeir hafi ekki borið rækt til ættlands síns. Útflutningur þeirra frá íslandi, sem liófst fyrir alvöru 1870, var neyðarúrræði. Mörg undanfarandi ár höfðu verið harðærisár á íslandi vegna óblíðrar veðráttu, hafísa og eldgosa, þar að auki höfðu Danir neitað öllum kröfum íslendinga um aukin stjórnar- farsleg og fjárhagsleg réttindi. Fátækt alþýðufólksins var ægileg- Menn örvæntu urn framtíð barna sinna í landinu. Sennilega hefðu margir fleiri flutt vestur ef þeir hefðu haft efni eða kjark til þess. Flestir íslenzku landnemanna söknuðu íslands alla tíð og þeint fannst lífspursmál að halda við tungu sinni og þjóðerni í lengstu lög í sínu nýja landi, til þess urðu þeir að halda hópinn sem bezt. hess vegna var þeim það mikið áhugamál að finna nægilega stórt landssvæði til að geta myndað nýlendu út af fyrir sig og geta tekið þar á móti öðrum, sem síðar kæmu. En hvert átti að fara? Nýlendusvæðið varð lielzt að vera við sjávarsíðu, vera frjósantara en á íslandi, nægilega skógivaxið til húsagerðar og eldsneytis, lofts- lag líkt og á íslandi en þó mildara, en fyrst og seinast að það yrði fyrir íslendinga eingöngu, þar sem þeir sjálfir gætu ráðið lofurn og lögum — nýtt ísland í nýrri heimsálfu. Landskoðunarmenn íslendinga fóru víða, til Ontario, Wiscon- sin, Nebraska og fleiri staða. Um þessar mundir var Jóni Ólafssym bent á Alaska, sem Bandaríkjastjórn liafði keypt af Rússakeisara, 1867, fyrir 7.200.000 dollara. Jón Ólafsson (1850—1916) var þegar orðinn frægur rnaður nieð- al landa sinna fyrir afskipti sín af íslenzkum stjórnmálum, þeg-"11' hann kom vestur 1873 þá aðeins 23 ára að aldri. Hann var fæddur á Kolfreyjustað, sonur Ólafs Indriðasonar prests og seinni konu hans Þorbjargar og var hálfbróðir Páls Ólafssonar skálds. Þegar faðir hans dó fluttist hann til Reykjavíkur með nióð- ur sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.