Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.05.1964, Blaðsíða 52
HO EIMREIÐIN una. Ljóð hans eru myndræn, stuðla gætir víða, hrynjandin stundum allt að því íslenzk. Yfir verkum þessa farandsöngvara hvíl- ir sérkennilegur karlmennskublær, sem á engan annan minnir. Vagabond — flakkari var Nis Petersen oft nefndur. En flakkar- inn var eigi að síður glæsimenni á marga lund, gæddur persónutöfr- um, sem orkuðu sterkt á menn — og þó einkum konur, enda áttu konur ríka aðild að örlögum hans og sköpunarstarfi. Á Viborgarárunum mætti Nis Petersen tveimur konum, er báðar höfðu mikil áhrif á líf hans og skáldskap. Edith — eða Pipsen, eins og hann nefndi hana löngum — var gift kona, er kynni þeirra hóf- ust. í fyrstu virðist samband þeirra einvörðungu tengt skáldskap hans og andlegum efnum. Hréf fóru þeim á milli án þess fundum bæri saman. Skáldið hafði eignazt konu að vini og aðdáanda. Honum var yndi að því að ráðfæra sig við hana. í bréfunum til Edith birtist sania hneigð og einkennt hafði Nis Pet- ersen á blaðamennskuárum hans 1 Holbæk. Hann þráir að vera heims- maðurinn, sveipaður Ijóma ævin- týrisins, vílar ekki fyrir sér a® skreyta sig með lánsfjöðrum. Eink- um keniur þetta fram í frásögnuni hans af ferðalögum sínum og kynn- um af konum. Honurn hefur hér af ritskýrendum verið líkt við Pétur Gaut, enda virðast takmörkin mill1 óska hans og drauma og veruleik- ans sjálfs oft næsta óglögg. í kvæðinu Ebba Winsome lýsir Nis Petersen fyrstu fundum þeirra Edith. Hann kemur til mótsins hik- andi, fullur efasemda, en hún heils hugar. í upphafi kvæðisins líkir hann óstýrilátu hjarta sínu við ak- ur frjóvgaðan efa. Þá fyrst, er hann sér liana hverfa brott með lestinni, er efanum sem svipt burt, og þa skynjar hann nálægð hennar sterk- ar en þegar hann stóð augliti til auglitis við hana: Og tvivlen, som hamrer sit hárde for silde, for silde ... sá lidt, som en tpmmerstok spærrer et vandfald dets vej — sá iidt kan det dæmpe de jublende, brusende hjerte, som syngende véd, de var dig, det var dig, det var dig. Kvæðið er einkennandi fyrir við- liorf Nis Petersen til kvenna á þessu skeiði ævinnar. „Distance- brudgommen“ nefnir einn danskur ritskýrandi hann. Annar minnisvarði um kynni þeirra Edith er liið fagra, torráða kvæði Spillet. Þetta næturljóð fjall- ar um örlögin, sem sífellt eru að ráðast undir stjörnunum, um smæð mannsins andspænis alheiminuiö — máttarvöldunum: Hör, s0de barns, hör tærninger, soni ruller, og 0jne tælles tyst i nattens grá. Teg fatter kun dit hoved mod nUn skulder, og at vi er sá smá — sá myresmá. í kvæðinu Tragedie, sem einrug mun ort á þessu tímabili, kveður við annan tón og dapurlegri:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.