Eimreiðin - 01.05.1964, Blaðsíða 30
118
EIMREIÐIN
hin fræga íslendingabrag sinn og sagði í honum að
„ei djöfullegra dáðlaust þing en danskan íslending."
Nú þótti yfirvöldunum keyra alveg fram úr hófi og
og virtist líklegt að hann yrði dæmdur til fésektar og
ar. Hann flúði til Noregs með aðstoð vina sinna.
Á leiðinni út orti hann Kveðju til íslands; í henni
indi:
íslands tindar sökkva í sjá
sjónum fyrir mínum;
skyldi ég oftar, Frón, ei fá
faðmi sveipast þínum.
Ó, hve mjög ég elska þig,
ættarlandið góða,
sem í faðmi fæddir mig,
fóstran ininna ljóða.
Réttarhöldin fóru fram í Danmörku og féll dómurinn Jóni í vil
og hvarf hann þá heim og árið 1872 stofnaði hann nýtt blað Göngu-
Hi'ólf og gagnrýndi stjórnarvöldin eftir sem áður, og Hilmar Fin-
sen sem nxi hafði verið skipaður landshöfðingi. Einn morgun
hafði verið dreginn upp fáni við hús hans með áletrun „Niður með
landsstjórann". Jóni var nú kennt um þennan skandala og höfð-
að mál gegn honum. Það var ekki álitlegt fyrir félausan tvítugan
ungling að eiga í málaferlum við æðsta embættismann landsins,
sem hafði stjórnina að baki sér og nxi flúði Jón land í annað sinn
en nxi til Ameríku.
Jón Ólafsson var eldheitur ættjarðarvinur, en hann var líka, á
þessu skeiði ævinnar, uppreistarmaður, oft ofsafenginn og sást lítt
fyrir, enda á þeim aldrei þegar æskufjörið er mest og hugsanirnar
ótamdar. En ef til vill þurfti þjóðin einmitt þá þessa hrópandi
rödd til að vekja hana til framsóknar og niunu áhrif hans í þá átt
hafa verið mikil ekki sízt á yngri kynslóðina.
hann þekkti
stefndu Jóni
fangelsisvist-
eru þessi er-
Alaska.
Og nú var þessi ungi ævintýramaður kominn vestur til landa
sinna í Vesturheimi. Hann var undursamlega fljótur að átta sig á