Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Side 40

Eimreiðin - 01.09.1970, Side 40
184 EIM R EIÐIN syngja skandinavisk og þýzk lög, flest frá 19. öld, og það gerði Jón- as Helgason líka. Þetta var hin rómantíska tónlist, sem þá lá í loftinu, og flestir vildu heyra. Steingrímur Johnsen var góð- ur söngstjóri og einhver bezti söngmaður bæjarins. Hann hafði hljómmikla barítónrödd, sem hann beitti með hárfínum smekk. Árni segir í endurminn- ingum sínum, að Steingrímur hafi opnað eyru lians og vakið áhuga hans á söng og tónlist. Steingrímur stofnaði „Söngfélag- ið 14. janúar“, sem starfaði á árunum 1892—96. Þá var Árni við nám í Kaupmannahöfn. í Lærða skólanum var margt ágætra söngmanna, þegar Árni var þar, sem urðu félagar hans og söngbræður. Þegar hann kom í skólann, var þar starfandi sam- eiginlegt söngfélag skólapilta og stúdenta og þar söng Árni með. Fyrstu tvö skólaárin var ferming- arbróðir hans, Árni Beinteinn Gíslason, söngstjórinn. Hann var sonur Gísla Magnússonar, kenn- ara við skólann, og var af hinni kunnu Bergsætt. Árni Beinteinn var afbragðssöngstjóri, þótt ung- ur væri. Eftir hann er lagið „Vindarnir þjóta með snarhvini snarpa". Hann dó 27 ára gamall í Kaupmannahöfn. Bjarni Þorsteinsson, sem þá var orðinn stúdent, stjórnaði síð- an kórnum. Félagið klofnaði í tvo kóra, stúdentakór og skóla- kór. Kristján Kristjánsson, síðar læknir á Seyðisfirði, sem var bekkjarbróðir Árna og jafnaldri, stjórnaði skólakórnum tvö síð- ustu árin þeirra í skóla. Árni tók þátt í skólasöngnum með lífi og sál og þá voru margir fleiri söngglaðir piltar í skól- anum. Einn þeirra var Geir Sæm- undsson, síðar vígslubiskup, sem stundum söng einsöng með kórn- um. Að loknu stúdentspprófi sigldi Árni til Kaupmannahafnar og las lögfræði við Háskólann. Kristján Kristjánsson var þar líka og las læknisfræði. Þótt söng- líf væri fjörugt á Garði og ís- lendingar tækju lagið, hvar sem þeir komu saman, þá fullnægði þetta ekki söngþrá þeirra Árna og Kristjáns. Þeir sóttu um upp- töku í Stúdentasöngfélagið danska. En til þess að komast í félagið, þurfti að ganga undir stranga prófraun. Af rúmlega 80 umsækjendum, stóðust aðeins 23 stúdentar prófið og meðal þeirra voru þeir báðir. Þeir voru einu Islendingarnir, sem sungu í stúdentakórnum danska á þess- um árum. Árni nndi sér vel í kórnum og átti þaðan góðar endurminning- ar, einkum í sambandi við Hart- mann og Grieg. í tilefni af fimmtugsafmæli Griegs söng kór-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.