Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 40

Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 40
184 EIM R EIÐIN syngja skandinavisk og þýzk lög, flest frá 19. öld, og það gerði Jón- as Helgason líka. Þetta var hin rómantíska tónlist, sem þá lá í loftinu, og flestir vildu heyra. Steingrímur Johnsen var góð- ur söngstjóri og einhver bezti söngmaður bæjarins. Hann hafði hljómmikla barítónrödd, sem hann beitti með hárfínum smekk. Árni segir í endurminn- ingum sínum, að Steingrímur hafi opnað eyru lians og vakið áhuga hans á söng og tónlist. Steingrímur stofnaði „Söngfélag- ið 14. janúar“, sem starfaði á árunum 1892—96. Þá var Árni við nám í Kaupmannahöfn. í Lærða skólanum var margt ágætra söngmanna, þegar Árni var þar, sem urðu félagar hans og söngbræður. Þegar hann kom í skólann, var þar starfandi sam- eiginlegt söngfélag skólapilta og stúdenta og þar söng Árni með. Fyrstu tvö skólaárin var ferming- arbróðir hans, Árni Beinteinn Gíslason, söngstjórinn. Hann var sonur Gísla Magnússonar, kenn- ara við skólann, og var af hinni kunnu Bergsætt. Árni Beinteinn var afbragðssöngstjóri, þótt ung- ur væri. Eftir hann er lagið „Vindarnir þjóta með snarhvini snarpa". Hann dó 27 ára gamall í Kaupmannahöfn. Bjarni Þorsteinsson, sem þá var orðinn stúdent, stjórnaði síð- an kórnum. Félagið klofnaði í tvo kóra, stúdentakór og skóla- kór. Kristján Kristjánsson, síðar læknir á Seyðisfirði, sem var bekkjarbróðir Árna og jafnaldri, stjórnaði skólakórnum tvö síð- ustu árin þeirra í skóla. Árni tók þátt í skólasöngnum með lífi og sál og þá voru margir fleiri söngglaðir piltar í skól- anum. Einn þeirra var Geir Sæm- undsson, síðar vígslubiskup, sem stundum söng einsöng með kórn- um. Að loknu stúdentspprófi sigldi Árni til Kaupmannahafnar og las lögfræði við Háskólann. Kristján Kristjánsson var þar líka og las læknisfræði. Þótt söng- líf væri fjörugt á Garði og ís- lendingar tækju lagið, hvar sem þeir komu saman, þá fullnægði þetta ekki söngþrá þeirra Árna og Kristjáns. Þeir sóttu um upp- töku í Stúdentasöngfélagið danska. En til þess að komast í félagið, þurfti að ganga undir stranga prófraun. Af rúmlega 80 umsækjendum, stóðust aðeins 23 stúdentar prófið og meðal þeirra voru þeir báðir. Þeir voru einu Islendingarnir, sem sungu í stúdentakórnum danska á þess- um árum. Árni nndi sér vel í kórnum og átti þaðan góðar endurminning- ar, einkum í sambandi við Hart- mann og Grieg. í tilefni af fimmtugsafmæli Griegs söng kór-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.