Eimreiðin - 01.07.1975, Qupperneq 5
EIMREIÐIN
Ljóðið átti að vera stefnuskrá tímaritsins. Ekki ritar Valtýr sjálfur
inngang að fyrsta heftinu, en árið 1899 gerði hann grein fyrir
stefnu blaðsins. Hann sundurliðar þar skilmerkilega hvað Eimreiðin
vill og segir m. a.:
„L Eimreiðin vill flytja mönnum nýjan íslenzkan skáldskap, —
II. Eimreiðin vill flytja mönnum sýnishorn af útlendum skáld-
skap,—
III. Eimreiðin vill fræða menn um íslenzkar bókmenntir, —
IV. Eimreiðin vill ennfremur fræða menn um útlendar bólc-
menntir, —
V. Eimreiðin vill flvtja greinar um landsmál, —
VI. Eimreiðin vill styðja fagrar íslenzkar listir, —
VII. Eimreiðin vill flytja fræðandi og skemmtandi greinar almenns
efnis, —
VIII. Eimreiðin vill flytja myndir af merkuim mönnum, innlendum
og útlendum, listaverkum, stöðum, verkfærum, uppgötvunum
o. fl., —“
Með hverri grein telur hann svo upp máli sínu til stuðnings nöfn
þeirra aðila, sem ritað höfðu í blaðið fyrstu 4 árin.
í 50 ára afmælisriti Eimreiðarinnar segist Sveinn Sigurðsson,
ritstjóri vilja lýsa sjónarmiðum hennar á þessum tímamótum m. a.
á eftirfarandi hátt:
„Eimreiðin hefur jafnan barist gegn múgmennsku, þessari ófreskju
hinnar blekkjandi hópsefjunar, sem hvílir á þjóðlífinu og gerir það
í ýmsum greinum andlega fátækt, dregur úr manngildinu og hneppir
sjálfstæða hugsun í fjötra.“
Hugmyndin að baki útgáfu Eimreiðarinnar er sú sama í dag og á
liðnum árum, þó hún hafi skipt um útgefendur og ritstjóra. Hún
hefur alltaf verið og vonandi verður, fyrst og fremst, málgagn þess
hóps manna, sem vilja efla frelsi og dáðir íslenzku þjóðarinnar á
hverjum tíma. Hún hefur átt bæði erfiða og góða tíma, en alltaf
reynt að leggja það af mörkum, sem unnt er, til þess að efla og
treysta íslenzka menningu í sinni fjölbreytilegu mynd.
M. G.
181