Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 7

Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 7
EIMREIÐIN var Helgi Hallgrímsson söngkennari, sem var mjög lifandi og óskap- lega mikill og hrífandi tilfinningamaður. Hann stofnaði skólakór, og fyrstu endurminningar mínar um tónlistarreynslu eru úr kórsöngn- um hjá Helga. Hann var sjálfur ágætur organisti og mikill stjórnandi. Aðalsteinn Sigmundsson, þingeyingur að uppruna, var síðar skóla- stjóri. Hann var einn af áhugasömustu ungmennafélagsmönnum lands- ins, og við stofnuðum ungmennafélag á Eyrarbakka. Við fórum þá í hvert einasta hús til að kynna málið. Aðalsteinn var mikill bókmennta- maður, orti ljóð og þýddi bækur, skrifaði sjálfur barnabækur og var fæddur æskulýðsleiðtogi — minnti mig stundum á séra Friðrik. Hann fór stundum með strákana upp í skóg, tjaldaði og lét þá lesa hver fyrir annan. — Voru foreldrar þínir Eyrbekkingar? — Móðir mín var fædd í Mundakoti, þar sem við bjuggum alla mína tíð, en faðir minn kdm úr Skaftafellssýslu, við Kjarval erum reyndar fjórmenningar. Pau pabbi og mamma voru bæði mjög hneigð fyrir tónlist, og mamma var sísyngjandi. Hún sagði einu sinni við mig, að fólk, sem ekki hefði gaman af tónlist, væri ekki gott fólk. Pabbi var útgerðarmaður, átti vertíðarskip og reyndar líka vorskip. Og há- setunum, sem margir voru bændur, var komið fyrir heima og í næstu húsum. Slegið var upp rúmum í kjallaranum á vertíðinni. Svo var komið saman heima á kvöldin og um helgar, og mamma las úr nýjum bókum og gömlum. í lok kvöldvökunnar kveikti hún sér í pípu og var alsæl. Brynjólfur frá Minna-Núpi heimsótti okkur oft og las fyrir hópinn, en hann bjó þá á Eyrarbakka hjá foreldrum Arons Guðbrands- sonar — stundum líka Símon Dalaskáld. Ég man enn eftir því, þegar þrjár bækur komu út haustið 1919, Barn náttúrunnar eftir Kiljan, Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson og Fornar ástir Sigurðar Nordal. Við V.S.V., sem síðar skrifaði í Al- þýðublaðið og var mikill vinur minn, lásum þessar bækur með óskap- legri áfergju. Við lásum þær næstum því upp til agna! Mér finnst Barn náttúrunnar alltaf eitt af merkustu verkum Halldórs og segja mér margt um þetta tröllvaxna ofurmenni og skáldsnilling, sem mér finnst, að ég hafi alltaf þekkt. Ég hef kynnzt honum bezt með því að lesa þá bók aftur og aftur. Og ég rekst á hana í öllum öðrum bók- um hans. Þar bregður fyrir sama andrúmslofti og í Barni náttúrunnar. Því er svo farið um listamenn, að meira þarf en eitt mannslíf til að byggja upp það andlega afl og háþjálfaða smekk, sem fæða af sér stór- skáld. Ef þeir koma ekki með neistann með sér, tekst varla að „glæða 183
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.