Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Side 8

Eimreiðin - 01.07.1975, Side 8
EIMREIÐIN hann í loga“ á einum mannsaldri. Þess vegna sést það oft furðufljótt, hvort góður listamaður er að koma fram eða ekki. Barn náttúrunnar eftir Kiljan og fyrstu myndir Kjarvals sýndu ótvírætt, að þarna voru listamenn á ferð. Það sést líka að öllu jöfnu þegar á fyrstu sýningu manna, hvort þeir verða góðir listmálarar eða ekki. Við Kjarval fórum einu sinni sem oftar saman á fyrstu sýningu ungs málara, og ég segi við Kjarval: „Það er nú gaman að þessari sýningu, en aldrei verður þessi maður málari.“ Kjarval varð mjög reiður og segir: „Hvurn djöfulinn ert þú að glenna kjaft!“ Og löngu seinna fórum við á aðra sýningu þessa málara, og þá minnti ég Kjarval á það, sem ég hafði sleppt út úr mér. Þá sagði hann ekkert. Listamenn segja sjálfir, að 95% listsköpunar sé vinna, og það getur verið rétt. En þessi 5% má ekki vanta. Það býr svo ákveðinn persónuleiki að baki verka stórra byrjenda, að það getur ekki farið fram hjá þeim, sem eru vanir að lifa með list. Þessir menn verða stórir listamenn, ef þeir halda andlegri heilsu og ábyrgð- artilfinningu gagnvart manneskjunni í sjálfum sér og fólkinu, sem trúir á þá. — Laxness skrifar um ,,túnið heima". Höfðuð þið Eyrbekkingar eitthvað svipað — fjöruna? — Já, við vorum alltaf í fjörunni, strákarnir. Eg hafði reyndar mest kynni af V.S.V. og Konráði Gíslasyni, sem seinna varð kaup- maður í Reykjavík. Við vorum bókstaflega allan daginn í fjörunni, máttum varla vera að því að fara heim að borða. Fjaran var svo auðug, og alltaf komu einhverjir nýir hlutir, sem höfðu sópazt upp með að- fallinu. — En hvers vegna var menningarlíf svo fjölskrúðugt á Eyrarbakka? — Andrúmsloftið á Eyrarbakka var alþjóðlegt, mjög ólíkt og t. d. í Húnavatns- og Þingeyjarsýslum. Það voru áhrif frá júðunum, sem ráku verzlun þar, hina stærstu á Norðurlöndum, og frá Þingvöllum og Skálholti. Með júðunum komu nýjar hugmyndir og framkvæmdir. — Hvað hugðist þú fyrir sem unglingur, Ragnar? Ætlaðirðu þér að verða kaupmaður og athafnamaður? — Nei, ég ætlaði að verða prestur og trúboði. — Varstu trúaður unglingur? — Já, ég var alinn upp á heimili, þar sem mikil virðing var borin fyrir kristinni trú. Og trú mín hefur ekki breytzt neitt með árunum. Ég hef alla tíð lifað í trú fremur en skoðun og tel það mína hamingju í lífinu. Ég hef fengið staðfestingu á krafti hennar hjá okkar stóru 184
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.