Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 21
BALDUR HERMANNSSON
EIMREIÐIN
Fréttaskeyti
Ennþá leggur reykjarstybbu frá þýzka sendiráðinu í Stokkhólmi og
ábúðarmiklir laganna verðir, gráir fyrir járnum, stugga burt forvitn-
um áhorfendum.
Borgarhverfið er afgirt eins og það leggur sig. Fyrir innan sjást
nokkrir þjóðfánar dregnir í hálfa stöng. Þetta er diplómatahverfið
svonefnda. Hér sitja í fögru landslagi sendiráðsbyggingar erlendra
storþjóða, vegleg bákn. Þarna sér í bandaríska fánann, Stars & stripes,
brezka fánann, Union Jack, norski og japanski fáninn blakta þarna
Eka, hnípnir í kaldri vorgolunni. Ósjálfrátt dettur manni í hug að
hér sitji lýðraeðisstjórnirnar á rökstólum, harmi slegnar eftir hrylli-
legt myrkraverk.
Lögreglubifreið ekur hægt upp að kaðlinum gula sem strengdur er
þvert á götuna, og ég gef mig á tal við bifreiðarstjórann. Bið um leyfi
til að nálgast þýzka sendiráðið. Því er hafnað kurteislega en ákveðið.
Lögregluþjónarnir heyra erlendan hreim í tungutaki mínu, hvísla eitt-
bvað í hljóðnema og biðja um persónuskilríki: í dag liggja allir út-
lendingar undir grun.
Þyrilvængja lögreglunnar hringsólar án afláts yfir hverfinu og ég
Seng áfram meðfram kaðlinum unz þýzka sendiráðsbyggingin kemur
1 sjónmál. Framhliðin ötuð svörtu sóti og gul gluggatjöld flaksa út
um brenndar gluggatóftirnar, fáránleg. Gult og svart. Þýzki fáninn
blaktir í hálfa stöng á garðflötinni. Þriðji liturinn rauður; fullkomn-
ar táknræna viðvörun.
Miðaldra kona hnippir í arm minn, bendir á eina gluggatóftina og
Segir drýgindalega: „Þarna drápu ræningjarnir fórnardýr sitt! Þeir
kveiktu ljós í herberginu, svo að allir sæju þegar þeir skutu hann.“
Ég tek fólk tali og verð þess fljótlega áskynja, að sænskur almenn-
197