Eimreiðin - 01.07.1975, Page 22
EIMREIÐIN
ingur er engan veginn niðurdreginn vegna glæpaverkanna. Þarna átt-
ust við þegnar erlendrar þjóðar og engum Svía varð verulega meint
af. Atburðinum var sjónvarpað beint þar til yfir lauk, svo að fólk
gæti fylgzt með þeim, eins og knattspyrnuleik þar sem mörkin eru
endurtekin í „slow-motion“.
Menn glotta við tönn og skeggræða einstök atriði sýningarinnar,
og í dag voru áhrifamestu augnablikin frá því í gær endursýnd. Þessu
fólki eru ill tíðindi betri en engin. Sænski smáborgarinn lifir fjar-
stýrðu, sljóu og framtakslausu lífi. Hann finnur til hryllingar í hroða-
legri atburðarás, sem er mikilfenglegri en lífshlaup hans sjálfs en
ógnar hvergi öryggi hans.
Þótt almenningur kæri sig kollóttan er heitt í kolunum hjá þeim,
sem stýra þjóðlífi þessa lands.
Sænska stjórnin hefur aldrei farið í launkofa með þá stefnu sína
að taka á mannræningjum með silkiklæddum fingrum. Þetta er raun-
ar angi af almennum viðhorfum hennar til ofbeldisafbrota. Fyrir vik-
ið hefur Svíþjóð smám saman orðið öfgasinnuðum glæpaflokkum
griðastaður og ákjósanlegur vettvangur.
Vinstri öflin hafa um langt skeið haldið uppi árásum á leyniþjón-
ustu landsins og tekizt að lama starfsemi hennar svo mjög, að ógern-
ingur er að fylgjast með atferli erlendra vinstri hópa á sænskri grund.
Eitt erfiðasta vandamál lýðræðisþjóðanna er að ótrýma glæpum og
annarri andfélagslegri hegðun: Afbrotahneigðin tekur sérlega ógnandi
gervi, þegar hún fær útrás í stjórnmálabaráttunni. Nú hafa Svíar feng-
ið enn eitt tækifærið til að rifja upp þá algildu reglu, að gegn póli-
tískum niðurrifsöflum til hægri og vinstri dugir aðeins ein aðferð:
láta hart mæta hörðu.