Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 23
GUNNLAUGUR ÞÖRÐARSON:
Karl Kvaran
Menn eru misjafnlega af guði gerðir, sumir hafa einungis ánægju
af athöfn, aðrir unna næðinu. Allir hrífast af einhverju, flestir af tón-
list. Þó er mér kunnugt um mann, sem finnst tónlist aðeins vera mis-
munandi mikill hávaði og vill helzt vera án slíkra óþæginda. Slíkt
mun þó teljast til undantekninga. Hins vegar er algengt, að myndlist
skírskoti á engan hátt til manna, einkum óhlutkennd eða abstrakt
kst, sem krefst íhygli og skoðunar.
Línur, litir og form í einum fleti hljóta að hafa ólík áhrif á skoðar-
ann eftir því, hvort hann er vanur að skoða slíka sköpun, sem ein-
göngu er byggð upp af slíkum samleik eða skynjar myndina aðeins
í fletinum. Þegar vel tekst til um uppbvggingu slíks verks, þá vekur
það með sér næsta lík áhrif og góð tónlist. Því er ekki að neita, að
hlutkennd myndlist, t. d. af Iandslagi, getur haft sömu áhrif, en oft
er það fyrirmyndin, sem villir um fyrir mönnum, t. d. ef verkið er
frá Þingvöllum eða Esjunni. Ósjaldan leynast lélegir myndlistarmenn
að baki slíkra verka: það er auðveldara fyrir lélegan Iistamann að
skapa landslagsverk en abstraktverk, því að hið síðartalda krefst
meiri sköpunarhæfileika, þjálfunar og ögunar, sem fáum er gefið.
I hópi hinna síðartöldu tel ég Karl Kvaran fremstan. í rúm 30 ár
hefur mér gefizt hið óvenjulega tækifæri að fylgjast með þroska og
vexti þessa sérstæða listamanns.
Stundum heyrist því fleygt, að abstraktmálarar máli svo vegna
þess, að þeir kunna ekki að teikna, sem er auðvitað fjarstæða. Því
birtist fyrst hér til fróðleiks og gamans mynd af einu æskuverka Karls,