Eimreiðin - 01.07.1975, Page 24
uppstillingu, sem hann málaði 1943 undir tilsögn Gunnlaugs Schev-
ing. í þessu verki kemur vel fram sú skólun eða ögun, sem einkennt
hefur feril hans.
Eins og tónlistarunnandi hlýtur að þreytast á að hlusta eingöngu
á létta dægurtónlist, þreytist listskoðandi óhjákvæmilega á að fá
myndlistina framreidda þannig, að hún krefjist einskis átaks til skiln-
ings. Eins hlýtur listamanninum að vera farið, og því varð Karl að
brjóta af sér viðjar hins hlutkennda forms og leita inn í heim hins
abstrakta. Önnur myndin er gott dæmi þessara umbrota.
List Karls hefur í seinni tíð einkennzt af leit hans að hinu einfalda
og tæra, þar sem ein hárfín lína eða tvær ráða úrslitum um það,
hvort verkið sé listaverk eða ekki, þar sem litum er stillt saman án
fyrirfram gerðrar formúlu, eins og sumir halda, að sé aðalatriðið.
Verk hans eru innblásin og upplifuð, knúin áfram af hinni miskunnar-
lausu sköpunarþörf listamannsins, linnulaus krafa, sem lætur hann
aldrei í friði, heldur tifar með honum í takt við slagæð þjóðlífsins.
Slík listsköpun, gerð af knýjandi þörf og ekki neinni sýndarmennsku,
er það, sem skilur á milli lífs og dauða í list. Þar er það hin afdráttar-
lausa krafa til listamannsins sjálfs, sem ræður, en ekki listskoðarinn.
1. KÆFUKRUKKAN (1941). Eig. Snædís Gunnlaugsdóttir.
2. FRÁ GRÍMSTAÐARHOLTI (1945). Eig. greinarhöfundur.
3. SVEIFLA (1969). Eig. greinarhöfundur.
4. FAGNAÐARLÆTI (1973).
5. ÞRÁ (1975).
6. GOLFSTRAUMURINN (1975) og listamaðurinn.