Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 31
EIMREIÐIN
HALLDOR GUÐJONSSON
Hvernig ræða skuli
Kunningi minn einn líkir stjórnmálaástandi á íslandi við stjórn-
málaástandið á Spáni skömmu fyrir borgarastyrjöld. Hér hefur síð-
ustu ár staðið miklu djúpstæðari stjórnarkreppa en venja er í öðr-
um löndum, þar sem stjórnarkreppur eru í tísku. Stjórnarkreppa
okkar er ekki í því fólgin, að óvenjuleg röskun hafi orðið á fylgi
stjórnmálaflokkanna, heldur í því, að engin stjórnmálaöfl eða stjórn-
málastefnur eru uppi með þjóðinni, sem ráðið geta við þau vanda-
mál, sem vitað er, að leysa þarf. íslendingar hafa alhæfða vantrú á
eigin stjórnvöldum, stjórnarháttum, stjórnmálaumræðu og stjórnar-
stefnu. Ef við kynnum til blóðsúthellinga, myndum við líklega berj-
ast eins og Spánverjar og ekki finna neina lausn frekar en þeir.
Ástandið er greinilega ömurlegt og uggvænlegt. Því er full ástæða
til að velta því lítillega fyrir sér, hvað veldur þessum ósköpum. Af
hverju eru íslensk stjórnmál svona heimskuleg? Ef til vill er ýjað að
svari við þessu í Innansveitarkróniku, þar sem Halldór Laxness segir
á einum stað:
Því hefur verið haldið fram að íslendíngar heygi sig lítt fyrir
skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn
síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að
stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur
málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær
sem komið er að kjarna máls.
Ef hugsunarvenjur íslendinga eru eins og þarna er lýst, er lítil
von til að margt af því, sem fyrir okkur kemur, sé að okkar vilja,
207