Eimreiðin - 01.07.1975, Page 38
EIMREIÐIN
HALLDÓR LAXNESS
Einglyrnið og krossinn
Þar þarf einga smáræðis sjálfumgleði til, mun margur segja, þegar
höfundur gerist fyrstur manna til að skrifa ritdóm um bók eftir sjálf-
an sig. Ég hef ekki annað mér til afbötunar en þá von að sú alkunn
vísindakenníng sé ekki alveg útí bláinn að frumur mannslíkamans
endurnýist frá rótum á hverjum sjö árum, þannig að maður fær nýan
líkama og vonandi einnig nýa sál 7unda hvert ár. Samkvæmt þessum
vísindum ætti mér að vera óhætt að fullyrða að ég er sjöundi maður
frá þeim höfundi sem ég hef þann heiður að ritdæma núna. Því ná-
kvæmlega svo margar algerar endurnýanir á frumum hafa orðið í
heiminum síðan 1925, að flökkupiltur, sem ekki einusinni hafði
status farandsveins einsog var til forna, upprunninn í því gráa hel-
víti, Inferno griso, sem suðurlandabúar sjá í anda þegar norræn lönd
ber á góma, var á reiki í suðurlöndum. Þessi piltúngur hafði komið
sér fyrir um óákveðinn tíma á hóteli í Taormínu, þeim stað á Sikiley
sem þá var í upplýsíngabæklingum nefndur „perla Evrópu“. Mönn-
um til mikillar undrunar hafði þessi úngi maður haft uppá einglyrni
til brúkunar á spásséríngum um fögur landslög í þessum parti heims-
ins, og var ekki furða þó þarlandsmenn rækju upp stór augu, ekki
síst þar seim aðeins pottþéttum greifum og æðstu tannagnjóstum í
hernum er unt þess að sigra undir merki einglyrnisins á þeim slóðum.
En staðreyndin er skjalfest í myndum sem vinur minn og félagi á
Sikiley, saarlenski listmálarinn prófessor Richard Becker hefur gert
af mér á þessu tímabili, en þar virðist mótífið á einni myndinni eiga
að tákna eingilsásýnd, en sjálfan djöfulinn í næstu mynd. Því miður
214