Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Page 40

Eimreiðin - 01.07.1975, Page 40
EIMREIÐIN en skáldinu fyndist alt undir því komið að skrifaðir yrðu eins margir bókstafir á blað og kostur var áðuren sólin túnglið og stjörnurnar yrðu útmáð af festíngunni. Vefarinn var aðeins partur af þessari fram- leiðslu. Ymiskonar smælki, sumt jafnvel brúklegar smásögur, urðu til af litlum tilefnum; sumar voru feldar saman við meginmál Vefar- ans; aðrar ekki hugsaðar öðruvísi en sem smávegis aðrétta handa góð- kunníngjum og týndust einsog sagan af Fyrirburði í Djúpinu: hún fanst meðal eftirlátinna muna góðkunníngja heima á íslandi tveim áratugum síðar. Síður í dagblöðum heima voru útbíaðar með skáld- skap í bundnu máli frá þessu sumri, Rhodymenia Palmata og þess- háttar kvæði voru einhverskonar endurspeglun af Guillaume App- ollinaire og surrealistunum, en þeir höfðu einmitt gefið út stefnuskrá sína árið á undan. Þessi skáldskapur átti ekki miklum vinsældum að fagna í Reykjavík. Óskilríkt væri að hlaupa yfir þau pródúkt sem höfundurinn hafði undirbundist að láta af hendi rakna sér til fram- dráttar handa vikublaðinu Verði, og önnur sem hann setti saman í þjóðþrifaskyni handa Morgunblaðinu. f þessum framlögum kom mál- flutníngurinn stundum ögn flatt uppá menn, ekki síst í kvenréttinda- málinu þar sem mikið valt á því í þá daga hvort menn sögðu já eða nei við dreingjakolli, og hversvegna. Stundum hefur verið spurt hverjar forsendur í íslenskum bók- mentum hafi kallað fram rit sem svo óglögt erindi hafi átt við þjóð- ina einsog Vefarinn. Enda mun sanni nær að slíkt rit sé samið í eitt skifti fyrir öll; jafnvel erfitt að gera í stuttu máli grein fyrir bókinni með tilliti til nálægra bókmenta í norðurevrópu þess tíma. Reyndar var í Einglandi sterk hreyfíng meðal skálda í átt til rómversku kirkj- unnar, frá Eliot til Auden, Waugh til Graham Greene, svo ég minni aðeins á nokkur alkunn nöfn úr toppnum; en hreyfíngin mun eklci hafa náð hinum fjarlægu ströndum Skandinavíu. Og einglendíngar sem ég nefndi áðan munu varla hafa verið komnir til skjalanna þegar ég var að læra þar í landi, þá voru ekki aðrir taldir þar til kaþólskra rithöfunda en Chesterton hinn feiti og haugaði saman fleirum brönd- urum en aðrir menn, og hinn franskborni públisisti Hilaire Belloc. Ég kyntist aungum einlendíngi í trúskiftaham, heldur aðeins alsköp- uðum feðrum Kristmúnkareglunnar og þeirra lærisveinum, í undir- búningsskóla fyrir klerka þar sem lesin voru Exercitia spiritualia hins voðalega regluhöfundar sjálfs og apólógta Newmans kardínála. Fvrir utan eitthvað af guðhræddu smádóti kaþólsku eftir danskan trúboðs- klerk, veit ég ekki til að örlað hafi á kaþólskri tilhneigíngu í alvnr- 216
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.