Eimreiðin - 01.07.1975, Page 40
EIMREIÐIN
en skáldinu fyndist alt undir því komið að skrifaðir yrðu eins margir
bókstafir á blað og kostur var áðuren sólin túnglið og stjörnurnar
yrðu útmáð af festíngunni. Vefarinn var aðeins partur af þessari fram-
leiðslu. Ymiskonar smælki, sumt jafnvel brúklegar smásögur, urðu
til af litlum tilefnum; sumar voru feldar saman við meginmál Vefar-
ans; aðrar ekki hugsaðar öðruvísi en sem smávegis aðrétta handa góð-
kunníngjum og týndust einsog sagan af Fyrirburði í Djúpinu: hún
fanst meðal eftirlátinna muna góðkunníngja heima á íslandi tveim
áratugum síðar. Síður í dagblöðum heima voru útbíaðar með skáld-
skap í bundnu máli frá þessu sumri, Rhodymenia Palmata og þess-
háttar kvæði voru einhverskonar endurspeglun af Guillaume App-
ollinaire og surrealistunum, en þeir höfðu einmitt gefið út stefnuskrá
sína árið á undan. Þessi skáldskapur átti ekki miklum vinsældum að
fagna í Reykjavík. Óskilríkt væri að hlaupa yfir þau pródúkt sem
höfundurinn hafði undirbundist að láta af hendi rakna sér til fram-
dráttar handa vikublaðinu Verði, og önnur sem hann setti saman í
þjóðþrifaskyni handa Morgunblaðinu. f þessum framlögum kom mál-
flutníngurinn stundum ögn flatt uppá menn, ekki síst í kvenréttinda-
málinu þar sem mikið valt á því í þá daga hvort menn sögðu já eða
nei við dreingjakolli, og hversvegna.
Stundum hefur verið spurt hverjar forsendur í íslenskum bók-
mentum hafi kallað fram rit sem svo óglögt erindi hafi átt við þjóð-
ina einsog Vefarinn. Enda mun sanni nær að slíkt rit sé samið í eitt
skifti fyrir öll; jafnvel erfitt að gera í stuttu máli grein fyrir bókinni
með tilliti til nálægra bókmenta í norðurevrópu þess tíma. Reyndar
var í Einglandi sterk hreyfíng meðal skálda í átt til rómversku kirkj-
unnar, frá Eliot til Auden, Waugh til Graham Greene, svo ég minni
aðeins á nokkur alkunn nöfn úr toppnum; en hreyfíngin mun eklci
hafa náð hinum fjarlægu ströndum Skandinavíu. Og einglendíngar
sem ég nefndi áðan munu varla hafa verið komnir til skjalanna þegar
ég var að læra þar í landi, þá voru ekki aðrir taldir þar til kaþólskra
rithöfunda en Chesterton hinn feiti og haugaði saman fleirum brönd-
urum en aðrir menn, og hinn franskborni públisisti Hilaire Belloc.
Ég kyntist aungum einlendíngi í trúskiftaham, heldur aðeins alsköp-
uðum feðrum Kristmúnkareglunnar og þeirra lærisveinum, í undir-
búningsskóla fyrir klerka þar sem lesin voru Exercitia spiritualia hins
voðalega regluhöfundar sjálfs og apólógta Newmans kardínála. Fvrir
utan eitthvað af guðhræddu smádóti kaþólsku eftir danskan trúboðs-
klerk, veit ég ekki til að örlað hafi á kaþólskri tilhneigíngu í alvnr-
216