Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 41

Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 41
EIMREIÐIN legu dönsku verki upprennandi skálda þess tíma, nema ef teija skyldi daufa sveimhygli í þessa átt í Herverki Toms Kristensens frá 1930; en þaðan gat ekki verið áhrifa að vænta á mig, meðþví Herverk er samið fimm árum síðar en Vefarinn. Alt um það má að nokkru leyti rekja áhuga minn á kaþólsku til danskra áhrifa frá því fyrir aldamót- in, og þó þetta hafi gerst óbeint, og fyrir tilbeina höfundarverks sem jafnvel á únglíngsárum mínum í Kaupmannahöfn var talið úreltur skáldskapur og ekki í brennipúnkti, þá er það í þakklátri endurminn- íngu að ég geld því hér torfalögin: þetta var verk Jóhannesar Jörgen- sens. Án þess að beita nokkurri sálardjúpsrannsókn á sjálfum mér hygg ég að hér væri ekki fjarri að segja: í þeirri „ytri“ orsakakeðju sem má þreifa á, var verk Jóhannesar Jörgensens mikilsverð kveikja Vefarans. Eftir nokkuð lánga dvöl í Þýskalandi og Austurríki veturinn 1921 til 1922, og þaráeftir fyrstu för minni til Ameríku sem var lærdóms- rík þó hún væri ekki mikil frægðarför, þá lenti ég í Danmörku sumar- ið 1922, aðallega á Borgundarhólmi og Fjóni; á hinni síðarnefndu ey gestur hjá þeim fræga frjálstrúarpresti Thorkild Skat Rördam í Rys- linge. Á Borgundarhólmi var ég aftur á móti til húsa hjá kaþólskri fjölskyldu þar sem klerkar af hollenskri reglu geingu um einsog heima hjá sér. Þessir klerkar léðu mér firn kaþólskra bóka og fór flest af því leingi vel fyrir ofan garð og neðan hjá mér. En þar var á meðal ævi- saga Jóhannesar Jörgensens, fyrstu þrjú bindin, þar sem skáldið lýsir með meistaratökum óviðráðanlegu aðdráttarafli, einna líkast ástarhug, sem á sínum tíma dró hann að hinni heilögu kirkju. Ég að mínu leyti varð sem bjargtekinn af hinum lágróma hvíslandi ákafa þessa stíls. Aungvar heilagramannasögur Jörgensens síðar komust í hálfkvisti við þessa lýsíngu hans á tilhugalífi sínu við náðina. Um leið fór mig að lánga meira en lítið til að kynnast af sjálfsreynd alkaþólsku umhverfi og sjá sjálfur hvað kaþólsk kirkja táknar í raun fólki þar í löndum sem hún er samgróin sögu og þjóðlífi; og af þessu leiddi að ég sneri mér beint til Jörgensens með þakklæti fyrir góðar bækur, og ekki vænti ég prófessorinn gæti mælt með mér í góðum stað í námunda við heimskirkjuna, svo ég gæti sjálfur dæmt um hvort þeir hefðu rétt fyrir sér sem mest tóku af um ágæti slíkrar kirkju. Fám dögum síðar barst mér bréf frá Jörgensen þar sem hann skýrði mér frá því að hann hefði leitað hófanna í merkilegu benidiktsmúnkaklaustri frönsku sem þá hafði verið sett í Clervaux, Luxembourg, og spurt hvort þeir gætu hugsað sér að taka á móti úngum manni af íslandi sem gjarna vildi 217
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.