Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 41
EIMREIÐIN
legu dönsku verki upprennandi skálda þess tíma, nema ef teija skyldi
daufa sveimhygli í þessa átt í Herverki Toms Kristensens frá 1930;
en þaðan gat ekki verið áhrifa að vænta á mig, meðþví Herverk er
samið fimm árum síðar en Vefarinn. Alt um það má að nokkru leyti
rekja áhuga minn á kaþólsku til danskra áhrifa frá því fyrir aldamót-
in, og þó þetta hafi gerst óbeint, og fyrir tilbeina höfundarverks sem
jafnvel á únglíngsárum mínum í Kaupmannahöfn var talið úreltur
skáldskapur og ekki í brennipúnkti, þá er það í þakklátri endurminn-
íngu að ég geld því hér torfalögin: þetta var verk Jóhannesar Jörgen-
sens. Án þess að beita nokkurri sálardjúpsrannsókn á sjálfum mér
hygg ég að hér væri ekki fjarri að segja: í þeirri „ytri“ orsakakeðju
sem má þreifa á, var verk Jóhannesar Jörgensens mikilsverð kveikja
Vefarans.
Eftir nokkuð lánga dvöl í Þýskalandi og Austurríki veturinn 1921
til 1922, og þaráeftir fyrstu för minni til Ameríku sem var lærdóms-
rík þó hún væri ekki mikil frægðarför, þá lenti ég í Danmörku sumar-
ið 1922, aðallega á Borgundarhólmi og Fjóni; á hinni síðarnefndu ey
gestur hjá þeim fræga frjálstrúarpresti Thorkild Skat Rördam í Rys-
linge. Á Borgundarhólmi var ég aftur á móti til húsa hjá kaþólskri
fjölskyldu þar sem klerkar af hollenskri reglu geingu um einsog heima
hjá sér. Þessir klerkar léðu mér firn kaþólskra bóka og fór flest af því
leingi vel fyrir ofan garð og neðan hjá mér. En þar var á meðal ævi-
saga Jóhannesar Jörgensens, fyrstu þrjú bindin, þar sem skáldið lýsir
með meistaratökum óviðráðanlegu aðdráttarafli, einna líkast ástarhug,
sem á sínum tíma dró hann að hinni heilögu kirkju. Ég að mínu leyti
varð sem bjargtekinn af hinum lágróma hvíslandi ákafa þessa stíls.
Aungvar heilagramannasögur Jörgensens síðar komust í hálfkvisti við
þessa lýsíngu hans á tilhugalífi sínu við náðina. Um leið fór mig að
lánga meira en lítið til að kynnast af sjálfsreynd alkaþólsku umhverfi
og sjá sjálfur hvað kaþólsk kirkja táknar í raun fólki þar í löndum
sem hún er samgróin sögu og þjóðlífi; og af þessu leiddi að ég sneri
mér beint til Jörgensens með þakklæti fyrir góðar bækur, og ekki
vænti ég prófessorinn gæti mælt með mér í góðum stað í námunda
við heimskirkjuna, svo ég gæti sjálfur dæmt um hvort þeir hefðu rétt
fyrir sér sem mest tóku af um ágæti slíkrar kirkju. Fám dögum síðar
barst mér bréf frá Jörgensen þar sem hann skýrði mér frá því að hann
hefði leitað hófanna í merkilegu benidiktsmúnkaklaustri frönsku sem
þá hafði verið sett í Clervaux, Luxembourg, og spurt hvort þeir gætu
hugsað sér að taka á móti úngum manni af íslandi sem gjarna vildi
217