Eimreiðin - 01.07.1975, Qupperneq 49
ElMftEIÐIN
hugtakið lýðræði. Fyrst er það að finna, svo að ég viti, í bréfi frá
Stephani G. Stephanssyni árið 1915,5 en ekki var orðið algengt í
stjórnmáladeilum fyrr en á fjórða tiig aldarinnar. Það er þýðing á al-
þjóðaorði, sem er á þýzku ,Demokratie‘ og ensku ,democracy‘. Bæði
eiga þau rót sína að rekja til forngríska orðsins ,demokrateia‘, sem
sett er saman úr ,demos‘, lýður, og ,kratein‘, að ráða. En hver var
merking orðsins ,demokrateia‘ með Forn-Grikkjum? Um hvað var
það haft? Períkles, hinn glæsilegi oddviti Aþenumanna á gullöld
þeirra, lýsir svo lýðræðislegri stjórnskipun í frægri útfararræðu, sem
Þúkýdídes hefur eftir í sögu sinni af Pelopsskagastríðum:0
Vér búum við stjórnskipun, sem ekki er sniðin eftir lögum nágrannanna;
vér erum miklu fremur fyrirmynd sumra annarra en að vér líkjum eftir öðrum.
Nafnið kemur af því, að stjórnin er ekki í höndum fárra manna, heldur fjöld-
ans, og kallast það lýðræði; að lögum hafa allir jafnan rétt í einkamálum, en
um mannvirðingar fer eftir því, hvers hver og einn er metinn í einhverju, og
stöður eru ekki veittar eftir stétt, heldur eftir dugnaði; eigi hamlar fátæktin
heldur þeim, sem getur unnið ríkinu gagn; hann kemst áfram, þótt af lágum
stigum sé.