Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Side 50

Eimreiðin - 01.07.1975, Side 50
ÉIAAREIÐIN Períkles leggur í þessum orðum þá merkingu í lýðræði, að það sé stjórnskipun, þar sem allir þegnar þjóðfélagsins — lýðurinn — hafi beinan og jafnan rétt til að þinga um mál þess — ráða; stjórnskipun frelsis og jafnréttis. En hver var lýðurinn, og hvernig réð hann? Miklir annmarkar voru á lýðræði Aþenumanna. Stjórn borgríkisins var í höndum fullveðja og frjálsra karla, en konur og þrælar voru utangarðsmenn. Gegnir sama máli um það og þjóðveldi íslendinga, sem stundum er kennt við lýðræði, að hugtakið lýður var skilið miklu þrengri skilningi en nú er gert. Og annar munur er á: f Aþenu- borg Períklesar var beint lýðræði, íbúarnir réðu þar málum með sér í almennum samkomum, en framseldu völdin ekki kjörnum fulltrúum. Grikkland er vagga lýðræðisins. Er fjötur ættbálkahyggju og hjá- trúar rofnaði, steig maðurinn, hin viti borna vera, fram — vestræn menning vísinda og mannhyggju varð til. Enn er fæstum Ijóst, hví- líkt þrekvirki unnið var fyrir hálfu þriðja árþúsundi, þegar skynsem- in kom í stað ofbeldisins, opið samfélag í stað lokaðs. En byltingin gríska átti sér skæða andstæðinga, sem fannst lýðræði síður en svo slík fyrirmynd sem Períklesi. Og enn má heyra andmæli þeirra, þótt orðaval sé annað. Heimspekingurinn Herakleitos frá Efesos, höfð- ingjasinni og einn spámaður þráttarhyggju nútímans,7 fór fyrirlitn- ingarorðum um „dýrslega áfergju“ lýðsins og ,,öfundsýki“.8 Platón, jafnaldrinn vestrænnar heimspeki, leit á lýðræðið sem skrílræði, frelsi sem lausung, og lét Sókrates segja í Rikinu, að það yrði til, þegar hinir snauðu hefðu sigrað andstæðinga sína, drepið suma og sent aðra í útlegð, en veitt þeim, sem eftir væru, frelsi og hlutdeild í stjórn.9 f annarri samræðu skopstældi Platón þá útfararræðu Perí- klesar, sem fyrr er vitnað í. í lýðræðisríki Platóns var tötraliði göt- unnar, almannagjá úrkastsins, gefinn laus taumurinn, og þar urðu spekingarnir að ganga „álútir af lýðræðisástæðum“ eins og íslands- Bersi Halldórs Laxness gerði. Platón, sem var hrakningamaður í stjórnmálum, hataðist við hið opna samfélag Aþenumanna, sem höfðu dæmt Sókrates, kennara hans, til dauða og flæmt hann sjálfan í út- legð. Draumur hans var fyrirmyndarríki heimspekings í hásæti, ríki laga og reglu, Sparta hin meiri. En „í draumi sérhvers manns er fall nans falið“, segir í kvæðinu. Platón, mikilhæfasti lærisveinn Sókra- tesar, sveik hugsjónir hans, hugsjónir mannhyggju, lýðræðis og frjáls- lyndis. Lærisveinn Platóns, fjölfræðingurinn Aristóteles, greindi á milli einveldis, höfðingjaveldis og lýðveldis eftir því, hver valdhafinn 226
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.