Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Page 53

Eimreiðin - 01.07.1975, Page 53
EIMREIÐIN urnar. Annar heimspekingur, Karl R. Popper, telur hins vegar til- raunir til að leiða í ljós, hvað lýðræði „sé í raun og veru“ eða hvert „eðli“ þess sé, engu varða. Hann segir: Ef stjórnskipun Ráðstjárnar- ríkjanna er lýðræðisleg, eins og hún er núna, þá er ég andvígur lýð- ræði. Popper notar orðið um þá stjórnskipun, þar sem þegnarnir geta komið stjórnarherrum friðsamlega úr valdastólum, en einræði kallar hann, þar sem bylting er eina leiðin að því markinu.11 Popper skilur lýðræði ,,neikvæðum“ skilningi, það er fyrst og fremst sú stjórnskip- un, sem hefur minnsta hættu á einræði og ofbeldisverkum í för með sér. Hann segir það virki skynseminnar gegn villimennsku og kúg- un, sem verði að vísu að vera rammlega hlaðið, en ekki síður vel mannað. 3. íslenzkum fræðimönnum um stjórnmál er ekki til að dreifa, eins og fyrr er getið í þessu greinarkorni. En þó hefur lítils háttar verið að hugtakinu lýðræði vikið, og verða hér tínd til beztu dæmin. Vil- mundur Jónsson sagði í þingræðu „til varnar lýðræðinu“, sem flutt var í stríðsbyrjun gegn þingsályktunartillögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu o. fl. „vegna flokksstarfsemi, sem er ósamrýmanleg öryggi ríkisins“ og beindist gegn kommúnistum og nazistum:15 Lýðræði í ekki mjög rúmri merkingu er það, að sameiginlegum málum þjóð- félagsins ráði vilji meiri hluta þjóðarinnar eins og hann birtist við almennar frjálsar kosningar, framkvæmdur af rétt kjörnum fulltrúum og framkvæmdun- um hagað eftir þeim reglum, sem þeir setja, en þjóðinni gefst síðan kostur á við hverjar kosningar að breyta. Síðar í ræðunni sagði Vilmundur: Þau mannréttindi, sem lýðræðið hefur einkum talið sér til gildis að tryggja, og við, sem teljum okkur fylgja lýðræði og órar fyrir því, hvað það þýðir, teljum að í lengstu lög eigi að tryggja borgurum hvers lýðræðisþjóðfélags, eru hugsanafrelsi, skoðanafrelsi, þar með talið frelsi til að láta í ljós hugsanir sínar og skoðanir, atvinnufrelsi og sem fullkomnast réttaröryggi. Þessi réttindi eru einkum dýrmæt pólitískum minni hluta í þjóðfélögunum, en það hafa þótt höfuðeinkenni og aðalsmerki lýðræðisskipulagsins, að það tryggði minni hlut- anum slík réttindi, enda tæki jafnan til hans sem fyllst tillit. Tengdasonur Vilmundar, Gylfi Þ. Gíslason, reit í Jafnaðarstefn- unni, lítilli bók um lýðræðislega samfélagsstefnu:16 Ef þetta vald (ríkisvaldið) er óbeint í höndum þjóðarinnar sjálfrar, þ. e. ef það er í höndum manna, sem kosnir eru til þess að hafa það á hendi í ákveð- inn tíma í almennum frjálsum kosningum, þar sem allir eiga þess jafnan kost að kynna skoðanir sínar og berjast fyrir þeim, þá er stjórnkerfið kallað lýðræði. 229
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.