Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 54
EIMREIÐIN
Og hann bætti við: „Þar eð ríkisvaldið á að vera í höndum þjóðar-
innar í lýðræðisríki, verður þar að vera andlegt frelsi." En ekki nægði
það þó Gylfa: „En í lýðræðisríki verður ekki aðeins að vera andlegt
frelsi, heldur verða borgararnir einnig að njóta þar réttaröryggis og
ýmissa slíkra mannréttinda." Og hann rak smiðshöggið á hugleið-
íngar sínar um lýðræði: „Þar sem listir og vísindi eru ekki frjáls, er
framtíð sjálfrar menningarinnar í voða. Þess vegna er spurningin um
lýðræði eða einræði ekki einungis spurning um stjórnarhætti og
stjórnmálaréttindi, hún er meira en spurning um hin ómetanlegustu
mannréttindi, hún er spurning um sjálf þroskaskilyrði mannsand-
ans.“ Og þar hitti Gylfi naglann á höfuðið!
Bróðursonur Gylfa, Þór Vilhjálmsson, taldi lýðræði í tímarits-
grein „tilteknar aðferðir til að taka ákvarðanir um landsmál. Þær
verða að vera þannig, að sem flestir borgarar ráði sem mestu um
sem flest málefni ríkisins.“17 Síðar í sömu grein reit hann: „Það er
vafasamt, hvort það felst í lýðræðinu, að meiri hlutinn eigi alltaf að
koma öllu sínu fram. Lýðræðið er í eðli sínu stjórnarfyrirkomulag
málamiðlunarinnar, umræðnanna, sáttanna og friðarins.“ Og enn reit
hann: „Lýðræði byggist á hugmyndum um sjálfsákvörðunarrétt jafn-
rétthárra þjóðfélagsborgara og er í órofatengslum við hugmyndirnar
um mannréttindi, um virðinguna fyrir einstaklingnum.“ Leggja verð-
ur þann skilning í skilgreiningu Þórs, að stjórnskipun sé því nær lýð-
ræði sem hún feli fremur í sér (1) almennari þáttöku þegnanna í
stjórnun eða (2) beinni stjórn þeirra eða (3) ótakmarkaðra vald
þeirra. Henni svipar þá til skilgreiningar Næss, hún er tæknileg leið-
sögn um lýðræði sem stjórnskipun. En Þór gerir auk þess ráð fyrir
sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins og almennum mannréttindum
sem forsendum lýðræðis, sem Næss gerir ekki beint.
Einn ráðherranna í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, Ólafur Jó-
hannesson (sem ekki er tengdur áðurnefndum þremenningum, svo
að vitað sé) lýsir svo lýðræði í kennslubók í lögum, en sú bók er
reyndar kunn orðin íslenzkum almenningi, þar sem illkvittnir and-
stæðingar hans hafa gjarnan lesið úr henni valin orð fræðimannsins
Ólafs í ræðum sínum um athafnir stjórnmálamannsins Ólafs:18
Allir þegnar þjóðfélagsins, er fullnægja tilteknum almennum skilyrðum kjósa
æðstu valdhafana, þ. e. þá, sem fara með löggjafarvaldið og æðsta framkvæmdar-
valdið. Kosningar eru leynilegar. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á gerðum sínum og
er undir eftirliti af hálfu þjóðfulltrúasamkomunnar, Alþingis. Handhöfum fram-
kvæmdarvaldsins ber í hvívetna að fara að lögum og eru bundnir af þeim.
Þegnarnir hafa rétt til að láta í ljós skoðun sína og þeim eru í stjórnarskránni
230