Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Side 57

Eimreiðin - 01.07.1975, Side 57
EIMREIÐIN sveins Stalíns til „sannfullkomins lýðræðis“, þessa skilgetna sonar kommúnísks skipulags? Andrei Vyshinsky var aðalákærandi ríkisins í réttarhöldunum miklu 1937, helzti málsvari Ráðstjórnarlaga og „hugmyndafræðingur”. Það var hann, sem æpti úr ákærandastólnum: Skjótið þá alla eins og óða hunda! — og átti þá við sakborningana, bugaða af andlegum og líkamlegum pyndingum. Utlaginn og frelsis- hetjan Alexander Solsjenitsyn ritar í Gulageyjaklasanum um rökvísi Vyshinskys, sem var auðvitað þrautreyndur þráttarspekingur. Vyshin- sky sýndi fram á, að allur sannleikur væri afstæður og þá sönnunar- gögnin líka, og þess vegna þyrftu rannsóknardómarar ekki að kosta svo kapps við að leita þau uppi! Og Solsjenitsyn segir: „Vyshinsky varð það einungis á að vera sjálfum sér ósamkvæmur og brjóta í bág við þráttarökfræðina í einu: Einhverra hluta vegna voru byssukúlur böðulsins, sem hann ákallaði, ekki afstæðar, heldur algildar . . ,“2S íslenzkir kommúnistar hafa ekki haft afl til að feta í fótspor Len- íns, sem sagði, að skemmtilegra væri að gera byltingar en skrifa um þær. Verður þar að taka viljann fyrir verkið. En nóg hafa þeir skrif- að um drauminn mikla, Sovét-ísland, óskalandið, spurt í óþreyju sinni og eftirvæntingu: Eívenær kemur þú? Og ekki hafa þeir gleymt hugtakinu lýðræði, það gegnir sínu hlutverki í „hugmyndafræðinni“. Gunnar Benediktsson, klerkur, sem snúizt hafði til kommúnisma, stakk niður stílvopni, er hann hafði lesið ívitnaða skilgreiningu Vil- mundar landlæknis á lýðræði.24 Andmæli hans birtust í Tímariti Máls og menningar árið 1940 og voru þessi: Lýðræði eins og Vil- mundur skilur það er meingallað, því að (1) almennar kosningar í lýðræðisríkjum eru ekki frjálsar, beinar mútur og óbeinar hafa áhrif á kjósendur, og (2) kjósendur eru blekktir af þeim, sem eiga atvinnu- tækin, fjármagnið og fjölmiðlana. Gunnar sagði þess vegna, að lýð- ræði væri ekki nema „í mjög takmarkaðri merkingu” á íslandi og öðrum Vesturlöndum. í sömu grein sagði hann, að allir lýðræðisvinir yrðu „að leggja á það mjög ríka áherzlu að færa alþýðunni sem full- komnasta fræðslu um sérhver þau mál, sem hana varðar, forðast að blekkja hana í nokkru, kappkosta, að hún geti öðlazt sem sannastar og nákvæmastar hugmyndir'1.25 Svo kvað klerkurinn sá, sem reyndi í áratugi að telja íslendingum trú um, að þeir ættu að sækja fyrir- myndir sínar til þrælaríkisins austræna, þar sem óargadýr í manns- ham óðu um, murkuðu lífið úr milljónum manna og sálartetrið úr þeim, sem eftir tórðu! En von var, að séra Gunnari sárnaði skilnings- leysi Vilmundar á lýðræði, þar sem hann hafði árið áður leyst þennan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.