Eimreiðin - 01.07.1975, Side 57
EIMREIÐIN
sveins Stalíns til „sannfullkomins lýðræðis“, þessa skilgetna sonar
kommúnísks skipulags? Andrei Vyshinsky var aðalákærandi ríkisins
í réttarhöldunum miklu 1937, helzti málsvari Ráðstjórnarlaga og
„hugmyndafræðingur”. Það var hann, sem æpti úr ákærandastólnum:
Skjótið þá alla eins og óða hunda! — og átti þá við sakborningana,
bugaða af andlegum og líkamlegum pyndingum. Utlaginn og frelsis-
hetjan Alexander Solsjenitsyn ritar í Gulageyjaklasanum um rökvísi
Vyshinskys, sem var auðvitað þrautreyndur þráttarspekingur. Vyshin-
sky sýndi fram á, að allur sannleikur væri afstæður og þá sönnunar-
gögnin líka, og þess vegna þyrftu rannsóknardómarar ekki að kosta
svo kapps við að leita þau uppi! Og Solsjenitsyn segir: „Vyshinsky
varð það einungis á að vera sjálfum sér ósamkvæmur og brjóta í bág
við þráttarökfræðina í einu: Einhverra hluta vegna voru byssukúlur
böðulsins, sem hann ákallaði, ekki afstæðar, heldur algildar . . ,“2S
íslenzkir kommúnistar hafa ekki haft afl til að feta í fótspor Len-
íns, sem sagði, að skemmtilegra væri að gera byltingar en skrifa um
þær. Verður þar að taka viljann fyrir verkið. En nóg hafa þeir skrif-
að um drauminn mikla, Sovét-ísland, óskalandið, spurt í óþreyju
sinni og eftirvæntingu: Eívenær kemur þú? Og ekki hafa þeir gleymt
hugtakinu lýðræði, það gegnir sínu hlutverki í „hugmyndafræðinni“.
Gunnar Benediktsson, klerkur, sem snúizt hafði til kommúnisma,
stakk niður stílvopni, er hann hafði lesið ívitnaða skilgreiningu Vil-
mundar landlæknis á lýðræði.24 Andmæli hans birtust í Tímariti
Máls og menningar árið 1940 og voru þessi: Lýðræði eins og Vil-
mundur skilur það er meingallað, því að (1) almennar kosningar í
lýðræðisríkjum eru ekki frjálsar, beinar mútur og óbeinar hafa áhrif
á kjósendur, og (2) kjósendur eru blekktir af þeim, sem eiga atvinnu-
tækin, fjármagnið og fjölmiðlana. Gunnar sagði þess vegna, að lýð-
ræði væri ekki nema „í mjög takmarkaðri merkingu” á íslandi og
öðrum Vesturlöndum. í sömu grein sagði hann, að allir lýðræðisvinir
yrðu „að leggja á það mjög ríka áherzlu að færa alþýðunni sem full-
komnasta fræðslu um sérhver þau mál, sem hana varðar, forðast að
blekkja hana í nokkru, kappkosta, að hún geti öðlazt sem sannastar
og nákvæmastar hugmyndir'1.25 Svo kvað klerkurinn sá, sem reyndi
í áratugi að telja íslendingum trú um, að þeir ættu að sækja fyrir-
myndir sínar til þrælaríkisins austræna, þar sem óargadýr í manns-
ham óðu um, murkuðu lífið úr milljónum manna og sálartetrið úr
þeim, sem eftir tórðu! En von var, að séra Gunnari sárnaði skilnings-
leysi Vilmundar á lýðræði, þar sem hann hafði árið áður leyst þennan