Eimreiðin - 01.07.1975, Side 58
EIMREIÐIN
vanda og margan annan í bók sinni Skilningstré góðs og ills, þar sem
skrifað stendur: „í orðinu lýðræði felst það, að lýðurinn, fólkið, allir
menn hafi sem jafnasta aðstöðu til áhrifa á samfélagsmálin.“28 Og
hvar var slíkt lýðræði? Að sjálfsögðu í Ráðstjórnarríkjunum, þar sem
var „miklu fullkomnara lýðræði en fengizt hefur enn í þingræðis-
löndum auðvaldsins“. Og bezta dæmið um þær blekkingar auðvalds-
blaða, sem gera lýðræði á Vesturlöndum svo lítils virði, var sú „föls-
un að nefna Sovétríkin einræðisríki“.
Annar röksnillingur og þráttarhugsuður fimmtu herdeildar íslenzkra
stjórnmála, Björn Franzson, reit sex árum síðar langa grein og leiðin-
lega um lýðræði í sama tímaritið. Þar gerði hann greinarmun á
„borgaralýðræði” og „sönnu lýðræði“, og er sú aðferð kommúnista
alkunn. Bóndinn í Kreml gerði t. d. annan greinarmun og ekki ómerk-
ari á „borgaralegri erfðafræði“ og „sannri erfðafræði“, sem vinur
hans Lýsenko kenndi, og auðvitað kynnti Tímarit Máls og menn-
ingar ,,sannleikann“ þann jafnkappsamlega sem annan.27 En hver var
munurinn á „borgaralýðræði“ og „sönnu lýðræði“? Mestu máli
skipti, að „borgaralýðræðið“ var einungis „pólitískt“, en ekki efna-
hagslegt, það skorti „fullan helming hins fullgilda lýðræðis". En
hinu „pólitíska“ lýðræði Vesturlanda var líka í ýmsu ábóta vant: (1)
Þar var kosningajafnrétti sums staðar ekki algert, konum, blökku-
mönnum og öðrum hópum meinað að kjósa. (2) Þar var ofbeldi beitt,
ef yfirstéttin taldi sér ógnað, líkamlegu og „ólíkamlegu“ (orðasmíð
Björns). (3) Þar var ekki tryggt, að allir gætu notið þeirra réttinda,
sem gert var ráð fyrir í stjórnarskrám, athafnafrelsis, málfrelsis o. s.
frv. (4) Þar var flokkakerfið blekking ein, því að í raun og veru ætt-
ust við tvær fylkingar, borgaraleg og „sósíalísk“. (5) Þar var alræði
meiri hlutans, „miskunarlaus nauðung meirihlutavaldsins“. Og Björn
dró upp ófagra mynd af kosningadegi á því litla (,,borgara“) — lýð-
ræðislandi íslandi:28
Pann dag er enginn maður óhultur fyrir kosningasmölum þeim, sem geysast
um allar jarðir á vélknúnum farartækjum, safnandi á kjörstað atkvæðum flokka
sinna keyptum sem ókeyptum, dragandi þangað hálfvita og vitfirringa og jafn-
vel dauðvona fólk upp úr rúmum sínum . . . Þegar kosningabaráttan harðnar,
verður hún í megineðli sínu barátta um atkvæði þess fólks, sem lítilsigldast er
í pólitískum efnum, áhugaminnst og verst að sér.
Var það von, að maðurinn vildi ekki þingræðislegar kosningar? „Lít-
ilsiglt“ fólk fær að kjósa og það, sem „verst er að sér“ og „áhuga-
minnst“ (um „sósíalismann“ og óskalandið)! Mælskastur er Björn,