Eimreiðin - 01.07.1975, Page 62
EIMREIÐIN
og sanngirni. (Orðin sjálf skipta hér ekki máli: Ef einhver vill kalla
hugtakið, sem nú er nefnt ,jafnrétti‘, ,jöfnuð‘ og öfugt, brýtur hann
ekki í bág við reglur réttrar hugsunar, þó að hann verði þá að vísu
að gera sjálfum sér og öðrum grein fyrir þessu orðavali. Annað er, ef
hann ruglar saman hugtökunum, sem orðin eru höfð um. Þá er synd
hans mikil.) Að vera frjáls er að ráða sér sjálfur, að vera laus við af-
skipti annarra, og þar breytir það engu, hvort maðurinn er ríkur eða
fátækur. Vel má vera sanngjarnt stundum að jafna aðstöðu manna til
þess að notfæra sér slíkt frelsi, en þá ber líka að kalla það ,sanngirni‘,
en ekki ,frelsi‘. Það veldur einungis hugsanavillum að fara að beita
orðum, sem höfð eru um tiltekin hugtök, um önnur. Svipaða sögu er
að segja af hugtakinu jafnrétti. Ekki er unnt að samsama það jöfnuði
eða jöfnun. Vesturlandamenn nefna þau sjálfsögðu sannindi, að styðja
verði sérhvern greinarmun á mönnum stoðum haldbærra raka, ,jafn-
rétti'. Jöfnuð' má hins vegar nefna þær aðstæður, þar sem enginn
greinarmunur er gerður á mönnum. Enginn maður hefur leyfi til að
taka slík orð traustataki og gefa þeim aðra merkingu og ólíka, nema
fyrir því sé gerð rækileg grein. Að vestrænni málvenju væri miklu
nær að lcalla það, sem kommúnistar eiga við, er þeir tala um ,lýðræði‘,
,öreigaræði‘ eða ,jöfnunarstjórn‘. Og einni mótbáru er rétt að mæta,
áður en henni verður hreyft. Ég er ekki að deila við kommúnista um
orð eða einhverja einkaskilgreiningu mína, heldur hugtök. ,Frelsi,
,jafnrétti‘ og ,lýðræði‘ eru orð, sem hafa merkingu í máli Vesturlanda-
manna, vísa til tiltekinna hugtaka. Ef menn hafa aðrar hugsjónir að
leiðarljósi, ber þeim að nefna þær réttum nöfnum, en rugla ekki sam-
an við önnur í áróðursskyni. En reyndar eru sviknir peningar algeng-
astir í'myntsláttu marxista: Fimmeyringurinn er kallaður króna, skild-
ingarnir skekktir og skældir, hugtökin teygð og toguð. Þeir sýna vel
og sanna vísuorðin meistara síns, Mefistófelesar, í Fást:
Pví einatt má á orðum stikla,
einmitt þegar hugtak geymir veilu.
Með orðum má halda uppi deilu,
með orðum byggja upp kerfin hcilu.
Á orð er fyrirtak að trúa.
5.
Hvernig má renna stoðum undir lýðræði sem rétta stjórnskipun?
Orða má aðra spurningu: Hvers vegna kalla allir stjórnmálastefnu
sína lýðræðislega? Hvað laðar menn svo að lýðræði? Berum saman
238