Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Page 68

Eimreiðin - 01.07.1975, Page 68
EIMREIÐIN sem þeir velja sér. Og hér hefur margoft verið sagt, að vald sitt hefðu þeir frá þjóðinni. En eru allir skyldir að hlýða því valdi? Nú eru ríkisstjórnir oftast með nauman meiri hluta á Alþingi. Er minni hlutinn skyldur að hlýða meiri hlutanum? Eru alþýðubandalagsmenn, samtak- lingar og jafnaðarmenn, sem kusu gegn núverandi stjórnarflokkum, skyldir að hlýða Geir Hallgrímssyni og stjórn hans? Svarið er, að sér- hver löglega mynduð ríkisstjórn hefur umboð allra, sem kosið hafa. Að kjósa er að veita þeirri ríkisstjórn, sem tekur við völdum á lög- legan og lýðræðislegan hátt, umboð til stjórnunar, hvað svo sem menn kjósa. Þegar menn taka þátt í kosningum, viðurkenna þeir um leið kosningar sem tæki til ákvörðunartöku. Og þeir geta því ekki neitað að hlýða þeim úrskurði, sem þeir í raun gengust undir að hlýða með því að kjósa. Sá, sem heldur öðru fram, misskilur hugtakið kosning. Og augljóst er, hvers vegna meiri hlutinn hlýtur að skera úr um málin. Það felst í kosningunni. Fráleitt væri að ganga til kosninga, ef meiri hlutinn skæri ekki úr um málin. Ef gengið er til kosninga og afl at- kvæða ekki látið ráða, er ekki um kosningu að ræða, heldur eitthvað annað. Og það kemur þessu máli ekki við, hvort sett eru skilyrði um flest atkvæði, einfaldan eða aukinn meiri hluta. Afl atkvæða er það, sem ræður, og þá er aðferðin kölluð kosning. Og fleiri þversagnir virðast faldar í hugtakinu lýðræði: ,,Þjóð- viljinn", sem ber nafn sitt með sömu reisn og Pravda Kremlverja ,,Sannleikann“, vonar, að sami ,,sigur“ vinnist á íslandi og í Indó- Kína. Hvaða svigrúm má og getur lýðræðisleg stjórnskipun veitt ólýðræðislegum samtökum? Ekki er unnt að rökræða við mann, sem miðar að öðrum byssu og hyggst hleypa af. Hann verður að afvopna — með einu móti eða öðru. í lýðræðisríkjum Vesturlanda hafa síð- ustu árin vaðið uppi hin verstu glæpamannagengi, Baader-Meinhof- hópurinn þýzki, sem leikið hefur sama leikinn og Lenín, að fjármagna „hugsjóna“baráttuna með bankaránum, Rauði herinn japanski, serk- nesk hryðjuverkasamtök og ýmsir jaðarhópar aðrir til hægri og vinstri, sem helzt fást við gripdeildir, sprengingar, morð og mannrán. Og ýmsir einlægir lýðræðissinnar hafa borið í bætifláka fyrir „blessuð börnin“, sem fari að vísu heldur geyst, en séu með réttu ,,reið“ þjóð- félaginu. Geta lýðræðisríki varizt slíkum vágestum lýðræðislega? Varla. Leiðir lýðræðis eru rökræður og sættir, stundum áróður. Þessir hópar hafa hafnað slíkum leiðum, þeir neita að viðurkenna leikregl- ur lýðræðis. Að vísu verður að gera strangan greinarmun á orðum og athöfnum. Ef fáeinir menn koma saman og halda hrókaræður um of- 244
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.