Eimreiðin - 01.07.1975, Qupperneq 92
EIMREIÐIN
ÞORVARÐUR HELGASON
Hin mikla freisting
Ég varð mjög hissa á þessu heim-
boði. Kannski aðallega vegna þess að
það var orðið svona langt um liðið.
Pað var komið langt fram á haust og
rigningin lemur landið og á sunnudag-
inn kom fyrsti snjórinn. Hann stóð
ekki lengi við. Veturinn var að gera
boð á undan sér.
Pá var vor og svo kom sumarið.
Einkennilegasta sumarið sem ég hef
lifað, ég held það, einkennilegra en
sumarið þegar ég vissi að ég var orð-
inn kynþroska.
Núna loksins, rúmum fjórum mán-
uðum seinna, hringja þeir og vilja tala
við mig, vilja fá skýrslu.
Ég var eiginlega næstum því bú-
inn að gleyma þeim. Nei, það er nátt-
úrlega ekki satt, en ég var mikið til
hættur að minnast þeirra í þessu sam-
bandi.
I5að var á þriðjudaginn sem hann
hringdi. Ingólfur. Við heilsuðumst á
götu, en ég get ekki sagt að ég hafi
talað við hann í mörg ár. Eftir að
hafa kynnt sig í símanum, spurði hann
mig hvort ég þæði heimboð hans, að
koma til hans og borða kvöldverð
með nokkrum vinum hans á föstu-
daginn, gömlum kunningjum allt sam-
an. Það kom fyrst dálítið á mig, en
svo vaknaði hjá mér forvitni og ég
þáði boðið.
Núna er föstudagur og ég er á leið-
inni í þetta kvöldboð. Brennivíns-
kvöldboð. Ingólfur á heima vestur í
bæ, ég ætla að labba niður á torg og
taka vagninn þar — áður ætla ég að
leggja smálykkju á leið mína, skreppa
niður í Skuggahverfi og ganga fram-
hjá húsinu, sem hann leigði í þá. Ég
hef ekki komið þangað síðan í sum-
ar.
Húsið er regnbarið eins og önnur
hús. Það er ekkert sérstakt að sjá.
Tréin sem standa fyrir aftan það eru
orðin lauflaus. Það er ekki Ijós í glugg-
unum hans. Ég hef ekki hugmynd um
hver býr þar núna. Mér datt einu
sinni í hug að reyna að fá lcigt þar
sjálfur en ég gerði það ekki.
Ég kunni ekki við það.
Það er fátt fólk í strætisvagninum,
enginn sem ég þekki, enginn sem ég
hafði kannski haldið að ætti leið með
mér. Nei, þeir eru sennilega allir löngu
268