Eimreiðin - 01.07.1975, Page 98
ÉIMREIÐIN
rakari, þá eru smábæir mjög vondir
staðir. Maður veit of mikið um ná-
ungann. En auðvitað veit maður ekki
neitt. Petta sem maður veit eru að-
eins ytri atriði, aukaatriði sem samt
geta orðið mjög þung á metunum. T.
d. vissi ég ýmislegt um manninn sem
ég var að kveðja, ýmislegt sem ég
hefði ekki þurft að vita og hefði
kannski betur ekki vitað. Ég vissi að
hann hafði drukkið svolítið, eitthvað
fiktað við eiturlyf og kynvillugrunur
hafði legið á honum lengi. Ekkert af
þessu hafði samt verið mjög alvar-
legt að því er ég best vissi. Ég held
að hann hafi aldrei verið dæmdur
fyrir nein slík brot.
Hvernig stóð á því að hann fór að
tala við mig sem hafði ekki talað við
hann í nokkur ár? Pað var langt síð-
an ég sagði honum frá því sem mig
langaði til, mig undraði að hann skvldi
ekki hafa gleymt því. Gat það verið
þess vegna? Varla. Það kom að vísu
fyrir að ég skrifaði dóm um eina og
eina ljóðabók ef mér fannst bókin
þess virði. Hann hafði sjálfur gefið
út ljóðabók fyrir fáum árum, ég hafði
ekki skrifað um hana. Ekki vegna þess
að hún væri ekki þess virði heldur
vegna hins að hún var of erfið við-
fangs, ég treysti mér þá ekki til að
gera henni þau skil sem hún hefði
átt skilið. Tveimur árum seinna tók
ég hana fyrir aftur og skrifaði um
hana það sem ég þurfti fyrir bókina
mína. Ég hafði mikið lært á þessum
tveimur árum. Og kannski einmitt
þess vegna vissi ég meira um hann
en hollt var. Ég vissi t. d. að ef bók-
in væri sönn þá segðu hinar almennu
upplýsingar, þetta sem ég minntist á
áðan, mjög lítið um manninn.
Bókin var eins og landakort af
hluta af vitund hans. Kort, ekki land-
ið sjálft, það var inni í honum sjálf-
um. Þegar ég var búinn að brjóta bók-
ina upp og skilja hana þeim skiln-
ingi sem mér var gefinn, leið mér dá-
lítið illa og ég átti mjög erfitt með
að skrifa kaflann um hana. Ekki vegna
þess að ég hefði svo lítið um hana að
segja, þvert á móti, ég hafði of mik
ið að segja en það sem ég hafði að
segja var óhugsandi að væri um lif-
andi mann. Skáldið hlyti að hafa dá-
ið stuttu eftir að það lauk við bók-
ina. Pannig kom mér þetta fyrir sjón-
ir.
Núna, þegar ég fer að hugsa um
það man ég að seinustu tvö til þrjú
skiptin, sem við sáumst og heilsuð-
umst fannst mér hann heilsa eitthvað
öðruvísi en hann hafði gert áður. Pað
var eins og hann vildi segja eitthvað
meira með kveðju sinni en aðeins að
heilsa. Ég tók eftir því en ég hugsaði
ekki mikið um það. Kannski fannst
honum ég líka vera öðruvísi en áð-
ur, ég veit það ekki. En ég veit að
eftir að ég var búinn að brjóta upp
bókina leit ég á hann öðrum augum
en ég hafði gert áður. Og ég get ekki
neitað því, að það bærðist alltaf eitt-
hvað innra með mér sem ég réð ekki
alveg við þegar ég sá hann. En slíkt
gerðist líka hjá svo mörgum öðrum
af ýmsum öðrum ástæðum.
Skyldi ég eiga eftir að komast að
því hvers vegna hann ávarpaði mig?
*
Nætur og daga hugsaði ég oft um
hann. Ég gerði mér í hugarlund stór
samtöl sem við ættum saman um öll
þessi efni sem ég varð að eiga eintal
við sjálfan mig um. Ég ímyndaði mev
að þarna væri einmitt kominn maður-
inn sem ég hefði alltaf beðið eftir. En
dagarnir liðu og við hittumst ekki og
ég hafði ekki kjark í mér til að setja
mig í samband við hann. Þegar eg
settist að minni vinnu (ég á við það
274