Eimreiðin - 01.07.1975, Side 103
EIMREIÐIN
mönnum sem sjá ekki annan tilgang
með lífi sínu en að sigra lífsiöngun-
ina — og að lokum tekst þeim það,
ég öfunda þá.
— Af hverju öfundarðu þá?
— Af því þeir hafa fundið form
fyrir sína leið. Ég sit hér og vinn á
móti lífinu með sígarettureykingum,
tedrykkju og vökum, þeir þurfa ekki
að fara illa með líkamann eins og ég,
þeir fjarlægjast hann innan frá smám
saman þangað til þeir skilja alveg við
hann. Ég get ekki farið þá leiðina, ég
er orðinn of gamall og háður þessum
lífsvenjum, ég verð að finna mína leið
innan þeirra.
Hann þagnaði, við dreyptum á
áfenginu, hann kveikti sér í sígarettu
og við sátum þegiandi góða stund.
Við töluðum um þetta fram og
aftur, en það kom ekkert nýtt fram
sem ástæða væri til að minnast á hér.
☆
Eftir þetta samtal hittumst við oft-
ar, ég fór að vinna á safninu á kvöld-
in og sneri mér nú af krafti að bók-
inni. Ég notfærði mér hann og þekk-
ingu hans miskunnarlaust. Honum var
alveg sama. Þetta var mín tilraun til
að fá hann aftur til móts við lífið.
önnur meðöl voru mér ekki tiltæk.
Ég talaði við hann um hvern kafla,
hverja útleggingu á kvæði sem ég var
ekki alveg ánægður með. Við sátum
oft lengi fram eftir kvöldum, sérstak-
lega um helgar. Stundum fór hann
samt á kaffihúsið að hitta vini sína,
það kom líka fyrir að hann kom ekki
á safnið. Hann þjáðist dálítið af ein-
hverjum truflunum á sjálfráða tauga-
kerfinu og hafði einhverjar pillur við
því, en honum varð ekki alltaf gott
af þeim.
Þrátt fyrir samvinnu okkar gat ég
ekki séð að ég næði neinum árangri
í þá átt sem ég vildi. Enda þótt hann
talaði við mig og þekkti ljóðin sem
ég var að tala um við hann, þá fann
ég að þau snertu hann ekki lengur.
Það sem hann sagði mér var það sem
hann hafði fundið áður, það sem hann
mundi eftir í sambandi við þau, ekki
það sem hann fann núna, því núna
fann hann ekkert lengur, ekkert nema
hrynjandi, mynstur, bragfræði, hitt kom
honum ekki lengur við.
Kvöld nokkurt fór ég ekki á safn-
ið því ég var heima að vélrita kafla
sem ég var búinn með. Seint um
kvöldið k'om ég að stað í handritinu
sem mér fannst ekki liggja alveg ljós
fyrir og mig langaði til að tala við
hann um það. Það var ljós í gluggun-
um hans þegar ég kom að húsinu,
hann svaraði samt ekki þegar ég
hringdi svo ég hringdi hjá gömlu kon-
unni sem hann bjó hjá og hugsaði um
hann. Hún kom ekki strax því hún
var háttuð.
Hann lá alklæddur uppi í rúminu
sínu. Þegar ég kom við hann var hann
kaldur.
Það stóð pilluglas á borðinu. En
það gat hafa verið búið að standa þar
í nokkra daga. Mér sýndist það vera
rykfallið.