Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 115

Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 115
EIMREIÐIN heldur og náðu í sjúkrabíl, leigubíl . . . hvað sem er, andskotinn hafi það, hvað sem þú getur fengið!" Yngri forstjórinn hörfaði eitt skref aftur á bak, glóðin í augum Zanils skaut honum skelk í bringu. „Jæja, ég . . . þeir eru að hringja . . . uppi á lofti . . .“ stamaði hann. Nevin, ástin mín, hvað hefurðu gert, hvernig gastu gert þetta? Hvers vegna gættirðu þín ekki? Ótal sinn- um varaði ég þig við. Sýndi ég þér ekki bláan og marinn þumalinn á mér tveim vikum áður og sagði: „Pessar skyttur eru eins og bjarnargildrur ... Treystu þeim ekki . . .“ Pennan sunnu- dag hafði ég ætlað mér að senda móð- ur mína, frænku og Rabíu, konu Is- maíls verkstjóra á fund móður þinn- ar til að biðja þín . . . ég hafði ætlað mér að fara með þig í burtu, láta þig aldrei framar þræla á þessum bölvaða stað. Rykið í verksmiðjunni sest í augun þín, í þessi yndislegu fallegu augu. Pað skyggir á lit augnanna. Ó, Nevin . . . ástin mín . . . Zanil hugsaði rólega, hann hug- leiddi hvort nú væri útséð að fagrir draumarnir rættust eða ekki. Svo skammaðist hann sín fyrir að hugsa þannig. Nevin gæti batnað. En hönd- in var að eilífu kramin. Skytturnar, morðvopnin, höfðu reynt að sneiða höndina af veslings stúlkunni. Hann réðist á mig með offorsi. „Fávitinn þinn, var ég ekki búinn að segja þér að víkja ekki frá stúlk- unni?“ „Jú, þú gerðir það, Zanil, en . . .“ „Hvað í andskotanum ertu þá að læðupokast á eftir þessari ísmi og skilur Nevin eftir eina við vefstól- inn?“ „Pað var kallað á mig úr pökkunar- deildinni, að ofan, Zanil, og . . .“ Svo sneri hann sér að yngri for- stjóranum sem hafði fylgst með okk- ur skelfingu lostinn. „Þú hefðir getað fengið einhvern til að vinna uppi á lofti! Auðvitað gastu það ekki, ha? og svo skilurðu algeran byrjanda eftir til að sjá um þennan risastóra vefstól eina síns liðs!“ Recep verkstjóri hélt nú að Zanil hefði gengið of langt í orðaskiptum sínum við forstjórann og nú væri kom- inn tími fyrir hann að grípa í taum- ana. „Zanil, dengsi minn, þú ert alveg frá þér, nú skulum við koma út fyrir. Nazim er að ná í leigubíl." Hann tók undir handlegginn á Zan- il og saman stefndu þeir í áttina að dyrunum. Ég sá greinilega að augun í Zanil fylltust af móðu. „Láttu hana þefa af kölnarvatni,“ sagði Hafize. „Ertu gengin af göflunum eða hvað?“ sagði Ismaíl verkstjóri. „Petta er betra svona, hún finnur ekki fyrir neinu, hvað þá aðgerðinni.“ „Sveipaðu þó kápunni um axlirnar á nnni,“ sagði Ayhan. Ísmí sagði: „Ég kom með vatn handa henni . . .“ Hún stóð á miðju verksmiðjugólfsins með hálfa vatns- flösku og tómt glas í hendinni og vissi ekki hvað hún ætti til bragðs að taka. Zenil og Ísmaíl verkstjóri hlupu út í flýti. Zanil tók Nevin meðvitundar- lausa í fangið og bar hana út úr vinnu- salnum, Ayhan gekk við hliðina á þeim og reyndi að halda kápu Nevin um herðarnar á henni. „Náðuð þið í leigubílinn?" spurði Ismaíl verkstjóri. Recep verkstjóri varð fyrir svörum: „Ég fer líka. Ég kannast við mann sem vinnur við Gureba-sjúkrahúsið.“ „Hva, þú ættir að verða eftir við 291
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.