Eimreiðin - 01.07.1975, Page 122
EIMREIÐIN
B.A.prófi í landafræði og sögu sama ár. Valdimar stundaði framhaldsnám í hag-
rænni landafræði við Columbiaháskólann í New York 1955—1956. Hann hefur
síðan starfað við Seðlabanka íslands og er fcn. a. ritstjóri Fjármálatíðinda.
Pór Whitehead sagnfræðingur fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1943. Hann varð
stúdent frá Verzlunarskóla Islands 1967, lauk B.A.prófi í sögu og ensku frá
Háskóla Islands 1970 og M.A.prófi í sögu frá Georgiaháskóla í Bandaríkjunum
1972. Þór stundar nú framhaldsnám í sögu á Tembroke-garði í Oxford. Hann
hefur ritað nokkrar greinar í blöð og tímarit um sögu og stjórnmál.
Porsteinn Antonsson rithöfundur fæddist í Reykjavík 30. maí 1943. Hann
varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964. Þorsteinn hefur gefið út
skáldsögur og ljóðabók.
Porsteinn Pálsson ritstjóri fæddist á Selfossi 29. október 1947. Hann varð
stúdent frá Verzlunarskóla íslands 1968 og lauk lagaprófi frá Háskóla íslands
1974. Þorsteinn var blaðamaður á Morgunblaðinu 1970—1975, en varð ritstjóri
Vísis 1975.
Porvaldur Búason eðlisfræðingur fæddist í Hveragerði 11. marz 1937. Hann
varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1957, lauk fyrrihlutaprófi í verk-
fræði frá Háskóla íslands 1960 og mag. scient.prófi í eðlisfræði frá Kaupmanna-
hafnarháskóla 1965. Þorvaldur hefur síðan starfað sem eðlisfræðingur á íslandi
og erlendis og m. a. kennt við Háskóla íslands. Hann var einn forvígismanna
undirskriftasöfnunarinnar unclir kjörorðinu Varið land 1974.
Práinn Bertelsson rithöfundur fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1944. Hann
varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1965. Þráinn er kennari í Eyja-
firði. Hann hefur gefið út nokkrar bækur.
Práinn Eggertsson hagfræðingur fæddist í Reykjavík 23. apríl 1941. Hann
varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1961, lauk B.A.prófi í hagfræði
frá Manchesterháskóla á Englandi 1964 og doktorsprófi í sömu grein frá Ohio-
ríkisháskólanum í Bandaríkjunum 1972. Þráinn var starfsmaður O.E.C.D. 1964
—1965, en er nú lektor við Háskóla íslands.
Unnur Eiríksdóttir látin.
Sú sorgarfrétt barst, er þetta hefti Eimreiðarinnar var í prentun, að gamall
velunnari tímaritsins, Unnur Eiríksdóttir rithöfundur, væri látin. Eimreiðin
vottar átsvinum hennar og ættingjum samúð sína.