Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1913, Blaðsíða 7

Ægir - 01.01.1913, Blaðsíða 7
Æ G I R 5 til strandgæslu (»Islands Falk«) reki er- indi sitt heldur slælega, liggi oft dögum saman inni á höfnum o. s. frv. Getur vel verið, að eitthvað sje satt í þessu, en um það vil jeg ekkert dæma. Það er líka oít kvartað undan yiir- gangi Trollara, og' er full ástæða til þess; veit þó almenningur varla aðfarir þeirra hjer við land eins og þær eru, þar sem ekki er nema eitt einasta varðskip að verja alt landhelgissvæðið umhverfis landið, þvi skiljanlegt er, að Trollarar geta haft alla sína hentisemi og verið að veiðum hvar þeir vilja, þó þetta eina skip sje á ferð með ströndum fram. Jeg, sem rita linur þessar, var með út- lendum Trollara frá því siðast í febrúar til snemma i apríl næstl. Á þessum tíma eru víst flestir Trollarar hjer við land og safnast þá ílestir þeirra fyrir Suðmland- inu, þvi allir vilja ná í vertíðarfiskinn þar. Þá er aðalveiðisvæði Trollaranna frá Ingólfshöfða vestur fyrir Reykjanes. Eg veitti aðförum þeirra þennan tíma nákvæma eftirtekt, og vil þvi með línum þessum skýra frá atferli þeirra eftir þvi sem eg best gat sjeð. Fyrri partinn af marzmánuði var tregt um fislc í Eyrarbakkaflóa og á Selvogs- grunni. Leitaði þvi mikill fjöldi af Troll- urum austur með landinu. Þegar kom austur að Dyrhólum var nægur fiskur og eftir þvi meiri sem lengra dró austur, alt austur undir Kúðafljótsós. Svo virt- ist sem fiskurinn gengi mest þjett með landinu, innan við londhelgislínuna, þvi þegar dýpra var farið, var litið um fisk. Á þessu svæði, frá Dyrhólum austur með Söndunum, sást daglega fjöldi Trollara, flest franskir og Þjóðverjar, fátt af Eng- lendingum, oft var liægt að telja frá 5—15 i landhelgi dag eftir dag, þegar veður leyfði að vera svo nálægt landi. Það var sárt að sjá þessa útlendu yfirgangsseggi moka upp fiskinum fast upp við fjöru og fylla skipin á fáum dögum, og það var þreytandi að sofna og vakna altaf með sömu orðin á vörunum: »Hvar er nú »Islands Falk?« Ánægjulegt hefði verið að sjá hann koma í þvöguna þeg- ar 5—10 Trollarar voru nálægt hver öðr- um og allir innan landhelgi. En liann kom aldrei svo langt austur með sönd- unum að hann kæmi þangað sem flest skip voru i landhelgi, hefur líklega altaf haft nóg að snúast við Vestmannaeyjar og á svæðinu austur að Dyrhólum, enda náði hann á því svæði i marzmánuði 7 eða 8 Trollurum, sem allir voru sektaðir. Þeir sem lengra voru austur með gálu verið óhræddir, þeir vissu nokkurn veg- inn hvað þvi leið að »Fálkinn« mundi ekki koma þangað. Þetta sem hjer er sýnt fram á vona jeg nægi til þess, að sýna hve ómögulegt er fyrir eitt skip að hafa hjer strand- gæsluna svo að íullnægjandi sje, einkum á vetrarvertíðinni, þegar mest er þörfin fyrir öflugri slrandgæslu. Oft mun fyrstu fiskigöngum við Suðurland haga svo’að fiskurinn gengur grunt vestur með land- inu. Það má nærri geta hvort það stöðv- ar ekki og ruglar fiskigöngunum, þegar komið er beint framan að þeim, og krossreft fyrir þær með trollnótum eins og átti sjer stað i fyrravelur. Það minsta sem hægt er að liugsa sjer að nægilegt sje til verndar fyrir Suðurlandinu, væru 2 varðskip á vetrarvertiðinni og fram á vorið. Eins og fiskgangan hagaði sjer í fyrra vetur hefðu 2 skip vel getað varið landhelgissvæðið og flskurinn þá gengið hindrunarlitið með laudinu. Það er varla vafamál, að Trollararnir gera meiri skaða með þvi að trufla fiskigöngurnar en þó þeir drepi mikið ai fiskinum. Reynsla siðari ára virðist sanna þetta, síðan þessi Trollarasægur kom. Þegar fiskur minkar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.