Ægir - 01.01.1913, Blaðsíða 23
Æ G I R
21
aðinn og eklu þarf að gjöra neitt við
frekar.
(»Konsulatsberetninger«).
Saltliskur frá Grænlandi.
Eftir sögn kom eitt af síðustu skipunum
frá Grænlandi á árinu sem leið, með kjer
um bil 10,000 kíló af saltfiski til Kaup-
mannahafnar. Ýmsir danskir fiskikaup-
menn höfðu litið á þessa sendingu og litist
heldur vel á eftir ástæðum, þar sem hjer
er einkum urn tilraun að ræða. Þó þótti
hreinsun fisksins í sumu ábótavant, og
vonast menn samt eftir að Grænlendingum
lærist það bráðlega að verka fiskinn nægi-
lega, því að ýmislegt bendir á að verkið
láti þeim ekki illa. Máske rís hjer upp
nýr keppinautur við fiskiframleiðslu okkar
íslendinga sem á framtíð fyrir sjer.
Fiskimarkaður í Gestemiinde.
Ræðismaður Norðmanna skýrir svo frá
um norskan fiskimarkað i Gestemiinde:
Að norskur fiskur heldur sínurn gömlu
■ samböndum við Hamborg, en að hann
ílyzt lítið til Gestemiinde kemur cinkurn
af þvi, að beint skipasamband við Weser-
hafnirnar vantar. En ef Norðmenn vilja
tryggja markaði sínum á Þýzkalandi góða
framtíð, þá verða þeir fyrir utan Hamhorg
—Altona að reyna að ná beinu sambandi
við Gestemuiinde, því að þar er mest fisk-
verzlun á Þýzkalandi. A meðan ekki er
beint samband þangað verður að flytja-
fiskinn þangað með járnbraut frá Ham-
borg. í þessu sambandi er ekki einungis
um nýjan fisk að ræða, heldur einnig nýja
sild, því að hin stóru niðursuðuverk í
Gestemiinde reyna eftir mætti að gera
sig óháð Hamborgarmarkaðinum, einkum
með síld. Annars hafa ýms firnia gengið
í innkaupsfjelagsskap og annað veifið feng-
ið heila skipsfarma aí síld frá Svíþjóð og
Noregi. — Norskur saltfisknr fer sömu-
leiðis mest til Hamborgar, en í Gestemunde
er beinlínis f r a m 1 e i 11 talsvert af söltuð-
um fiski og harðfiski. Hinn siðarnefndi
er mest seldur í þýzkalandi sjálfu, ensalt-
fiskurinn sem er verkaður í sjerstakri
verksmiðju, er flutlur til Suður-Evrópu,
Suður-Ameríku og Afriku. l3essi verk-
smiðja verliaði í fyrra 6 míljónir kíló af
nýjum fiski, sem að miklu leyti var veidd-
ur af botnvörpuskipi sem þar átti heima.
En við lok ársins ílutti þó verksmiðjan
inn nokkra skipsfarma af söltuðum fiski
til frekari verkunar.
Lýsisprísar voru árið 1911 faslir af því
að þá var framleiðslan minni i Japan.
Sum af fiskiskipum Gestemiinde hafa ver-
ið útbúin með lýsisbræðslu.
(»Konsulatberetninger«).
Titanicslysið
hefir gefið margt og rnikið umhugsunar-
efni, einkum fyrir þau fjelög sem að því
standa. Þær endurbætur sem menn hafa
orðið að gera á öðrum sldpum eru bæði
miklar og dýrar orðnar fyrir fjelagið. Nú
era t. d. Ijósin framleidd af sjálfstæðri vjel
á þilfari, til þess að þau sjeu ekki háð því
ólagi er kynni að koma á skipsvjelina. —
En ef tryggja skal gegn líkum slysum í
framtiðinni, þá þarf margs íleira að gæta.
Rannsóknarnefndin sem skipuð var í Eng-
landi og Ameríku, hafa athugað þetta alt
nákvæmlegai og sömuleiðis hafa aðrar
þjóðir farið að hugsa málið, og nú vænta
rnenn að haldin verði þjóðafundur í London
innan skamms, til þess að koma sjer nið-
ur á eitthvert sameiginlegt fyrirkomulag.
Þar munu verða ræddar uppástungur uin
að hafa fleiri vatnsþjett hólf í skipunum,
að setja óbifanlegar reglur um skipaleið-
irnar milli Evrópu og Ameríku, reglur um
að minka ferðina þegar íshætta er, — um
það að hafa ljóskastara á hverju skipi og
nóga bjargbáta.