Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1913, Blaðsíða 4

Ægir - 01.01.1913, Blaðsíða 4
ÆGIR o Mótorbátar og opin skip aílað c. 15milj. fiska, Þilskip c. 5 milj. fiska. Botnvörpu- skip c. 5 milj. fiska. Eftir þessari ágizk- un verður afli íslendinga c. 25 milj. fiska. Síldveiði . munu hafa stundað um 70 skip, mest á Ej'jafirði og Siglufirði, og fiskuðu, eftir því sem næsl verður komist, um 300,000 tunnur. Þar af var um helm- ingurinn saltaður til útfiutnings, en hitt (um 150,000 tunnur) selt lýsishræðslu- verksmiðjunum. Hvalveiðar fara hjer minkandi, og voru að eins 3 með 13 bátum, og aílinn mjög rír. Útlendum skipum íjölgar ár frá ári, en hversu mikill skipastóll rekur hjer veiði að staðaldri er ekki unt að segja. Þó má ó- hætt fullyrða, að um 300 útlend skip stundi þorskveiði hjer að meðaltali alt árið. Geri maður ráð fyrir að hvert þeirra fiski um 200,000 fiska, sem ekki mun of í lagt, þar sem tala þeirra um bezta fiskitímann vet- ur og vor, mun vera alt að þriðjungi meiri, þá verður sá afli um 60 milj. fiska. Til framfara fiskiveiða og siglinga má óhætt telja það, að ákveðið var á árinu að byggja höfn við Reykjavík. Svo liafa og Hafnfirðingar bygt álitlega liafskipa- bryggju. Verksmíðjur hafa risið upp lil að liag- nýta sjer áburð og lýsi úr skemdri síld, bæði á Eyjafirði og Siglufirði, enn fremur á Önundarfirði, til hagnýtingar á fiskiúr- gangi. Líka var við lok ársins afráðið að byggja eina slíka verksmiðju í Vestmann- eyjum. Nokkur ný lög og fyrirmæli voru sam- þykt af þinginu tilheyrandi sjáfarútvegi og er þeirra áður getið hjer í blaðinu. Til óhappa á árinu má telja, að samn- ingur sá, er áður var gerður iil 10 ára við Thorefjelagið, var eftir ósk fjelagsins gefin eítir, og byrjar því nýja árið með alt annað en glæsilegum kjörum í þeim efnnm. Enn fromur má telja það stóran linekkir fyrir mótorbátaútveginn, að stein- olían hækkaði á öndverðu ári um 5 kr. tunnan. Slys og skipskaðar liafa og orðið með meira móti á árinu, og má sjerstaklega nefna þilskipið Geir frá Hafnarfirði, erfórst með öllu, 27 manns, og þilskipið Svanur, er varð fyrir ásiglingu og fórst með 14 mönnum, og síðast milliferðaskipið Hekla, er fórst með 5 mönnum; líka fórust og 2 vjelabátar frá Vestmanneyjum, hvor með 6 mönnum, og þiljubátur frá ísafirði með 7 mönnum. Þegar á alt er lilið, má þó liðna árið kallast fremur gott hvað alla bjargræðis- vegi snertir, þó hörmulegt sje að vita, live margir hafa látið lífið af völdum sjáfarins. Samgöngumálið Og stofnun íslensks gufuskipafjelags. i. Samgöngurnar eru undirstaða undir við- lialdi og framþróun þjóðanna, séu þær í ólagi, bæði litlar og óhagstæðar, þá er það þjóðfjelag illa statt. Saga mannkynsins hefir sýnt það fyrr og síðar, að þar sem samgöngur liafa verið miklar þar hefir verzlun og viðskifti blómg- ast og hafa gefið af sjer auð og ábata. Þetla hefir, eins verið hjá oss íslending- um á blómaöldinni — landnámsöldinni — þá voru samgöngur hjer tíðar, alt fram undir að þjóðveldið leið undir lok, en þá smásaman fækkaði ferðum og verzlunin minkaði og að sama skapi minkaði dugur landsmanna, og þegar verzlun og siglingar lögðust að mestu leyti niður, og að því leyti sem þær héldust uppi voru í hönd- um einvaldra kaupmanna — þá barst fá-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.