Ægir - 01.01.1913, Blaðsíða 17
ÆGIR
15
Kvað hann pá silcl geymast illa, þó i kælirúrn-
um væri. Voru opnaðar fyrir mig tvær túnn-
ur, sein mismunandi síldarstærðir voru i, var
innihaldið í annari rúm 300, en í liinní 342.
Tunnurnar voru fullhentar á báðum endum og
ein járngjörð á hvorum. Síldin í þeim var á-
gætis vara og var eigandinn vel ánægður nreð
hana.
Aður enn jeg kvaddi þennan mann mæltist
jeg lil við liann að fá meðmæli hans til einhvers
annars, sem hann þekti, vafð hann við tilraæl-
um minum bæði með símtali og brjeflega. Gekk
mjer svo vel eftir það að ná tali stóru mann-
anna, þó allmiklum slörfum hefðu að gegna.
Einn af fiskikaupmönnunum, sem jeg átti tal
við kvaðst kaupa um 100 þúsund tunnur árlega
af sild og fiski frá Evrópu. Sýndi hann mjer
islenska síld, sem liann hefði keypt frá Norvegi.
Voru það 26 tunnur alls. Sagði hann það vera
í fyrsta sinn, sem hann hefði keipt íslenska
sild og hefði hún reynst sjer illa; hann væri
ekki húinn að selja nema 5 tunnur af þessum
26, á l1/: mánuði. Sagði hann að síldin líkaði
illa í alla staði þeim sem keipt hefðu; bað liann
mig líta á síldina i einni eða tveimur tunnum
og segja álit milt um hana; það gerði jeg að
lokinni skoðun.
Tunnurnar voru grenitunnur, dökkvar að lit
af elli og fúa, líkastar frönskum fiskitunnum í
laginu, fullbentar svigagjörðum á báðum end-
um og með einni kolryðugri járngjörð á efri
enda. þær voru heldar og vel raðað í þær.
Sildin í þeim var stór, en horuð, kverkuð, en
ekki magadregin þvættingsleg og ljót útlits í
alla staði. Hún var átulaus og heilt á henni
roðið, en likast því að lit, að hún hefði verið
vandlega þvegin áður enn lienni var raðað í
tunnurnar. Pækillinn var með skolavatnslit og
engin vottur af blóði sjáanlegur í honum.
Pessi sild var því elcki annað en úrkast, bæði
sjálf varan og eins umbúðirnar. Var því síst
að undra, þótt kaupandi væri óánægður með
kaupiri. Kvaðst hann varla gjöra aðra tilraun
með kaup á íslenskri sild fyrst um sinn.
lJegar jeg hai'ði kynt mjer ílutningsgiöld og
ýmislegt íleira, því viðvikjandi, frá ýmsum stöð-
um í Evrópu til Ncw-York, hjelt jeg lengra
vestur og kom tii.
CJúcajfo
28 januar. Ræðismaður Dana þar, veitti mjer
upplýsingar um heimilisfang sildarkaupmanna
i Chicago og hilti jeg ýmsa þeirra að máli.
Eftir því sem jeg komst næst, voru nálægt 20
þúsund tumjur af islenskri síld keyptar í Chica-
go árið sem leið (1909). Ameríkumennjkaupa
hana mestmegnis frá Norvegi á þeim tíma,!"sem
hún er ódýrust þar. Er hún fyrstTaðgreirid
þar vandlega eflir stærð og gæðum, /látinn í
vandaðar grenitunnur.sem eru fullbendar sveiga-
gjörðum á báðum endum og ein járngjörð á
livorum. I hverri lunnu eiga að vera 100 kg.
af sild og ákveSin stykkjafjöldi í hverri, svo að
ekki muni íleiri en 20 síldum i hverri tunnu.
Sje mikið keipt í einu, fær kaupandi seljanda
eða umboðsmann sinn til þess að geyma fyrir
sig síldina og lætur senda sjer smátt og smátt,
eftir því sem hann biður um. Gjöra þeir þetta
vegna þess, að geymsla er miklu dýrari í Chica-
go en t. d. í Norvegi. Er það sökum þess m.
a., að þar verður að geyma síldina i kælirúm-
um, til þess hún skemmist ekki af hita.
Stórkaupmennirnir í Chicago gjöra árlega
samninga við guíuskipafjelögin um flutning á
síldínni. Er nokkuð misjafnt hvað þeir komast
að góðum kjörum og er það víst komið undir
þvi. hvað mikið er flutt, vanalega mun þó vera
um 50 cent í fiutningsgjald fyrir hverja lunnu
frá Norvegi til New-York. Samt hitti jeg einn
kaupmann, sem kvaðst borga aðeins 37 cenl
fvrir tunnuna. Mjer var sagt að síldin frá
Norvegi væri mest flutt með Hamborgarskip-
um,
Flutningurinn frá New-York til Chicago er
mildu dýrari tiltölulega. Er það meðfram vegna
þess, að vagnarnir sem síldin er flult í eru
útbúnir með kælivjelum. Ffutningsgjaldið er
fyrir fulla vagnhleðslu — 105—110 tunnur —
einn dollar á tunnuna. Sje minna flutt er
gjaldið hærra.
Amerikumenn eru hagsýnir verslunarmenn
og voru fljótir að sjá, hve óheilbrigt það er að
kaupa síldina í öðrum löndum en þeim, sem
hún er veidd við. Sögðust vilja gjöra tilraun
með kaup á síld beina leið frá Islandi á næstu
vertið, ef þeir gætu komist að bærilegum samn-
ingum mcð flutingsgjald og reglubundnar send-
ingar; svo framarlega sem íslenskir kaupmenn
seldu ekki dýrara en norskir. Brýndu þeir
rækilega fyrir mjer, hve nauðsynlegt það væri,
að síldin sje eins og seljandi segði hana, bæði
að þyngd, gæðum og tölu í hverri tunnu.
Þyngdin verður að vera nákvæm vegna toll-