Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1913, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.1913, Blaðsíða 22
20 Æ G I R pundið og jafnvel margoft beinlínis verið keirð í úrgangsverksmiðjurnar, og þótt verð- ið hækki smátt og smátt, þá verða þessar fiskitegundir — hvort heldur þær eru seld- ar nýjar eða saltaðar — ljúffeng og ódýr fæða. Þýskaland sem telur 65 millionir manna sem eikst árlega um 1 million mun áreiðanlega verða eilt af bestu fiskversl- unarlöndum heimsins; en þá er því miður ekki sá timi komin, því það eru flestir Þjóðverjar sem enn þá aldrei hafa smakkað íisk. Hinn þýski botnvörpuskipaíloti og báta- útvegur mun aldrei geta fullnægt þeirri þörf sem landið hefir fyrir fisk þrátt fyrir þó floti þeirra ykist miklu hraðara en hann hefir gjört hingað til. Noregur og ísland eru þau lönd sem fyrst og fremst verða að fullnægja þeirri þörf. Próferssor Henking lætur þess enfremur getið að til þess að útbreiða þekkingu á fiski um alt þýska ríkið, þá þurfi óbilandi dugnað þrautseigju og mikið fje og hann kemst þannig að orði: »Eikin fellur ekki við fyrsta högg, og dropinn liolar steininn, og hversu mildð erfiði og langan tíma tók það ekki að kenna mönnum hjér i álfunni að nota kartöJlur til manneldis, fyrst eftir að þær fluttust hingað frá Ameríku. (»Fiskets Gang«.) Síldarmarkaður í Frakklandi. Ræðismaður Norðm. í Havre skrifar um norskan síldarmarkað: Síldarverð liefir á síðustu árum einlægt verið að hækka á Frakklandi, sem er bein afleiðing af hækkun lífsnauðsynja þar yfir- leitt. Fátækari stjettin er farin að brúka meir og meir sild til matar jafnvel þótt hún sje hjer ekki svo ódýr sem víða í öðr- um löndum. Eftirspurnin hefir því vaxið óvenju mikið til ágóða fyrir fiskimenn og útgerðarmenn að ógleimdum öllum milli- mönnum, þannig var söluverð á franskri saltaðri Norðursjávarsíld árið 1911 360,000 frönkum hærra en árið 1910 jafnvel þótt framleiðslan væri 17,000 tunnum og 300,000 kössum minni. (1 tunna — rúml. 96 kiló netto. 1 kassi af íssíhl = 24 ldló), Vegna þessarar miklu eflirspurnar gátu útlendingar árið 1911 keppst við Frakka sjálfa að dálitlum mun, þrátt tyrir hinn háa innflulningstoll á síld, sem er í lægsta tlokki 15 frankar á hver 100 kíló nettó af þurri saltaðri eða reyldi sild. Var innflutningur á þessum síldartegundum árið 1911: Frá Noregi ................ 58,600 kiló Frá Bretlandi og Irlandi ... 93,800 kiló Frá Belgíu ............... 247,300 kíló Frá öðrum löndum ............ 45,300 kíló en hjer er aðeins reiknað það sem var inn- flutt til neyslu í Frakklandi sjálfu. Mest af þessari síld mun hafa verið söltuð síld i lunnum, sem brúkuð er meðal annars til reykingar, Nefnd síldarvara er saman- lögð 445,000 kiló, og verðið samanlagt 80,100 frlc. En toilurinn er fyrir þetta 66,796 frankar svo sanngjart sam það sýn- isl! Af nýrri sild var flutt til Frakldands frá Englandi og Hollandi aðeins fyrir 16,000 fraka. Árið 1912 hefir tunnan af saltsild komist upp í 50 franka og það þrátt fyrir það þótt fiskiveiðarnar i Norðursjónum hefðu heppnast mjög vel. Af þessu leiðir að það er einungis verðið sem ræður því hvort Norðurlandasíld fær markað i Frakklandi. Á meðan verðið er eins hátt og nú ættum við þrátt fyrir toll- inn að geta selt þangað ýrasar tegundir af reyktri og saltaðri síld. Síldarveiðar Frakka eru ekki i neinni framför, svo að útlitið fyrir útlendu síldina mun líklega fremur fara batnandi. Þess vegna er líka mikils- vert að ná sjer góðu áliti á þessum mark- aði. Mest er eftirspurnin eftir þeim síld- artegundum sem koma altilreiddar á mark-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.