Ægir - 01.01.1913, Blaðsíða 5
ÆGIR
3
tæktin að garði; vesæld og vanþekking
varð hlutskifti þjóðarinnar.
Á viðreisnartímabilinu og alt fram á
þennan dag hafa verslunarferðir aukist,
enda hefir það og sýnt sig að þessu sam-
fara hefir orðið efnaleg hagsæld sem hcfir
staðið í rjetlu lilutfalli við auknar sigl-
ingar.
Það er svo margt í þessu litla þjóðfje-
lagi sem er öðruvísi en það ætti að vera,
menn tala um þessar misfellur sin á milli
maður við mann í heimahúsum, nokkrir
menn í sameiningu á fundum í þeim fje-
lögum sem þeir eru meðlimir i, eða það
er rætt í hinum opinberu dagblöðum. Alt
þetta hefir og áhrif og þá þýðingu að þótt
liægt fari og ekki sjáist augljós merki á
skömmum tíma, miðar þó að því tak-
marki að umbætur koma fyr eða síðar.
Verslun og siglingar eða samgöngumál
landsins, er eitt af þeim málum, sem nú
um nokkurn tíma heíir verið áhyggjuefni
margra hugsandi manna. Samningur sá
er ráðherra Björn Jónsson gerði við 2 fje-
lög dönsk 1909 var eins og menn muna
hagstæður og jók til muna samgöngurnar
frá því sem áður var. En þetta stóð að
eins skamma stund.
Þegar samningur þessi vargerður, stóðu
farmgjöld öll mjög lágt, og verslunarfloti
heimsins hafði livergi nærri eins mikið
vörumagn að flytja eins og viðkoma skipa-
stólsins óx; en þetta lók mjög miklum
breytingum næstu ár á eftir. Peninga-
vandræðin, sem voru mjög mikil á þeim
árum bötnuðu að mun, og það jók við-
skiftaveltuna aflur. Árið 1911 og síðasta
ár hafa flutningsgjöld farið síhækkandi
þrátt fyrir miklar skipabyggingar, og sem
sumpart var að þakka því að peninga-
vandræðin bötnuðu eins og áður er á-
minst og sumpart því, ■— og þá aðallega
— að stórar framkvæmdir voru hafnar í
ýmsum löndum og nýlendum í öðrum
heimsálfum er liflar liöfðu áður A’erið.
T. d. eftir stjórnarbyltinguna i Kína 1911
var byrjað þar í landi á stórum fyrir-
tækjum, sem þörfnuðust mikilla flutninga-
tækja og þar sem skipastóll þar ekki full-
nægði, þá drógst A'erslunarflotinn hjeðan
úr álfu og frá Ameríku til þeirra staða er
Hutningsmagnið var fyrir.
Kolaverkfallið mikla á Englandi siðasta
ár hafði og sínar alleiðingar, því þó flutn-
ingar og ferðir teftust á meðan á verkfall-
inu stóð, þá jókst það þeim mun meira á
eftir, þar sem það stóð svo lengi yfir að
kolabirgðir, sem áðnr voru miklar víðast
hvar i heiminum, voru þá þrotnar, og þá
þurfti að margfalda flutningsmagnið til þess
að eignast sömu birgðir aftur. Þessar og
fleiri orsakir hafa valdið hækkandi farm-
gjöldum.
Árið 1887 var mjög gott ár fyrir útgerðar-
menn, betra en það varð á árunum 1898
og 1899, en komst hæst árið 1900 — þannig
voru 4 ár góð fyrir útgerðarmenn, og átti
Búaófriðurinn að nokkru leyti sinn þátt í
því. Af hinum mjög miklu skipabyggingum
og auknum siglingum á þessum árum stóð
þetta ekki lengi. Árin 190S og 1909 fjellu
farmgjöldin niður geysimikið, svo að mörg
skip gálu engan flutning fengið og urðu að
hætta.
Með árinu 1910 fór smátt og smátt að
lifna yfir siglingum aftur. Á áliðnu ári
1911 komust farmgjöld svo hátt, að þau
liöfðu ekki komist eins áður um mörg ár,
og þvi hámarki hafa þau haldið síðan,
þrátt fyrir það þó skipasmíðastöðvarnar
hafi aldrei bygt jafn mikið af skipum og
einmitt þessi ár. En allur þessi íloti hafði
nóg að starfa, því flutningsþörf heims-
verslunarinnar var ávalt meiri en fram-
boð á skipastól til flutninga. Við lok árs-
ins 1912 var eins og llutningsþörfin yrði
nokkuð minni, sem stafaði af stríðinu á