Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1913, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1913, Blaðsíða 14
12 ÆGIR innar, i'byrjnn vertiðar, oftast eru pað vixillán imi 3—4 mánuði. t*egar veiðunum er hætt er gjalddagi vixlanna útrunninn, menn eru þá oft neyddir til að sclja sildina fyrir það verð, sem þeiin cr boðið í hana, þó alt of lágt sje. Væru menn belur staddir efnalega, svo að þeir gætu látið síldina liggja hjer já íslandi þangað til eftirspurnin ykist, mundi verðið verða miklu jafnara, og útgjöldin hjá mörgum ' hverjum miklu ininni. í Sviþjóð er góður markaður fyrir 100—120 þúsund tunnur af islenskri stórsild sje hún góð vara. Berist meira að cr ástæða lil að ætla að vcrðið lækki þess vegna. Mjer fanst þvi nauðsynlegt að fara til fleiri landa, þar scm jeg vissi að íslensk síld er borðuð svo sem Rússlands, Þýskalands og Bandaríkja Norður-Ameriku. Farareyri liafði jeg ekki til allra þessara landa og langt frá því. Rjcð jeg því af að fara helst til Pýskalands þar eð jeg vissi, að von var á auknum samgöngum þangað með beinum ferðum til Iíamhorgar frá íslandi. Sömuleiðis vissi jeg að góðar horfur voru með markað fyrir islenska stórsild þar, 1906 og heiir inn- fluttningurinn aukist siðan, en því miður hefi jeg ckki fengiö fregnir af verðinu þar siðan, nema af brjefum og sögusögn rnanna, seni ekki er alljend á að byggja. Jeg set hjer útdrátt úr markaðsskýrslu frá Haniborg er í Hollenska blaðinu: »De Haven- bode» 15. Aug. 1906 og geta menn því af þvi sjeð, að horfurnar voru þá ekki slæmar fyrir íslensku síldina í Hamhorg. Hamborg 11. Aug. 1906 --------Verð á góðri skoskri sild var þessa viku: »Large Fuil« 36—37 Mörk pr. tunnu. Minni tegund 32— 34 — — — Fulls: 29-31 — — — Meðal slærð 26—29 — — — Matics: 20—25 — — — íslenska síldin scm kom frá Hjaltlandi* seld- ist á 40 mörk tunnan, sildin er stór en ekki feit. Hollendingar buðu síld fyrir þetta verð: Príma Valla: 36—37 mörk. — Matjes: 24—» — 2 mörkum hærra í Þýskum tunnum. Ágætistegund var ekki á boðslólum. Pýsk síld: Agætistegnnd: 40—41 mark. prima 36—37 mörk. Að likindum hefir það verið síld, sem veidd var af Skotum, sem árið 1906 höfðu beikistöð sina á Hjaltevri við Eyjafjörð og veiddu með hringnótum. Um líkt leyti eða 16. Aug. 1906, var íslensk síld seld í Bergen i Noregi fyrir 16 kr. tunnan áfylt. Jeg ásetti mjer því að fara til Þýskalands, til þess, að reyna að komast eftir hvernig horf- urnar væru þar nú. Hamborg. Pangað kom jeg 13. Desember. Varð jeg samferða dönskum manni frá Kaupmannahöfn, Peter Andersen að nafni. Er hann fjelagi Chr. Fr. Níelssens, sem mörgum cr að góðu kunnur, frá versiunarferðum hans utn ísland. Reka þeir umboðsverslun og liafa aðalskrifstofu sína í »Kvæsthusgade« 3, Kbh. Hafa þeir fjel- agar útibú í »Klostcrsstrasse« 24—26 í Ham- borg. Andersen var mín önnur liönd þarna i Hamborg og túlkur mínn þegar jeg þurfti. Töluverður markaður er i Hamborg fyrir smásild. Var mjer sagt, að keyptar væra þar árlega svo tugum þúsund tunna skifti. Mundi sjálfsagt vera hægt að selja þar 50—60 þúsund tunnur árlega ef sildin væri góð vara, — fyrir bærilegt verð. Síldin má vera af mismunandi stærð. frá 20—90 stk. i hvert Kg. Er það lík stærð og á sild þeirri, sem á hverju ári gengur inn á hvern fjörð hjer vest- an og norðan lands, en ekki hefir verið notuð til annars en lítils liáttar til beitu eða þá á- burðar, og þá seld svo ódýr að tæpast svarar kostnaði að veiða hana. Sem dæmi má nefna að á Akureyri voru veiddar nokkur hundruð tunnur í Aug. rnánuði i fjmra haust, sem selt var fyrir 0,75 1,00 kr. tunnan. Var þá auðvell að afla svo þúsundum tunna skifti með litilli fyrirhöfn. Sje þessi smásíld nokkurnveginn vel feit, er litill vafi á, að þar er um stórkostlega auðsuppsprellu að ræða fyrir landsmenn, ei' hún er vcrkuð á þann hátt, sem þjóðverjar vilja hafa hana. Smásíldin, sem jeg sá i Hamborg og Altona, var keypt á 18—26 mörk lunnan, 105—110 Rg. netto. Hún er verkuð þannig að hausinn er skorinn af henni og hún slægð svo að öll inn- ýfli úr henni eru tekin burtu. Er hún svo lögð i tunnurnar, þann veg, að sporðurinn snúi inn að miöju tunnunnar en hnakkinn út að slöf- uiium. Sildin á að liggja hálf ílöt, svo að kvið- urinn viti dálitið meira upp en hryggurínn. Er fyrstu röðinni raðað i hring með neðri botninum og næsta hring nokkuð innar, svo að sporðarnir á sildinni i ytra hringnum voru

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.